Bleikur áberandi á Óskarnum Björk Eiðsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 11:00 Gemma Chan í Maison Valentino Stjarna kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hefur vakið athygli fyrir djarfan og hressandi klæðaburð á verðlaunaafhendingum nú í ár. Toppurinn var svo Óskarinn þar sem hún hreinlega bar af í skærbleikum gólfsíðum Maison Valentino kjól. Mynd/Getty Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan. Árið 2018 var fremur litlaust þegar kom að rauða dreglinum á Óskarsverðlaunaafhendingunni enda #MeToo byltingin í algleymingi og kvikmyndastjörnur hvattar til að sýna stuðning sinn með því að mæta í svörtu. Þó svo að byltingin sé langt frá því að vera gleymd þá var allt annað að sjá dregilinn í ár þar sem litirnir voru í fyrirrúmi. Bleikur var áberandi hjá konunum og mátti sjá þó nokkrar leikkonur í fagurbleikum og rómantískum kjólum sem var augljóslega trend kvöldsins. Hressandi litadýrð í febrúargrámanum. Kiki Layne í Versace.GettyKiki Layne sem sló í gegn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk sló ekki síður í gegn á fyrstu Óskarsverðlaunaafhendingu sinni. Kiki sýndi að hún getur klæðst hverju sem er þegar hún mætti í þessum glæsilega en óvenjulega baby bleika Versace kjól.Sarah Paulson í Brandon Maxwell.GettyLeikkonan og framleiðandinn Sarah Paulson mætti í fallegum dökkbleikum síðkjól með vösum. Sérlega glæsilegt en um leið eitthvað svo þægilegt lúkk. Hún veit alla vega hvar hún getur sett hendurnar.Kacey Musgraves í Giambattista Valli.GettyTónlistarkonan Kacey Musgraves hlaut Grammy verðlaunin nýverið fyrir plötu ársins og var mætt til að afhenda Óskar. Kacey gerði þó meira en að afhenda styttu, hún vakti verðskuldaða athygli í þessari bleiku dýrð frá Giambattista Valli.Helen Mirren í Schiaparelli.GettyHin ávallt glæsilega 73 ára Helen Mirren var auðvitað í takt við nýjustu strauma og skartaði fallegum bleikum chiffon kjól og glitrandi skarti í takt við bleikan varalit og veski. Birtist í Fréttablaðinu Óskarinn Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan. Árið 2018 var fremur litlaust þegar kom að rauða dreglinum á Óskarsverðlaunaafhendingunni enda #MeToo byltingin í algleymingi og kvikmyndastjörnur hvattar til að sýna stuðning sinn með því að mæta í svörtu. Þó svo að byltingin sé langt frá því að vera gleymd þá var allt annað að sjá dregilinn í ár þar sem litirnir voru í fyrirrúmi. Bleikur var áberandi hjá konunum og mátti sjá þó nokkrar leikkonur í fagurbleikum og rómantískum kjólum sem var augljóslega trend kvöldsins. Hressandi litadýrð í febrúargrámanum. Kiki Layne í Versace.GettyKiki Layne sem sló í gegn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk sló ekki síður í gegn á fyrstu Óskarsverðlaunaafhendingu sinni. Kiki sýndi að hún getur klæðst hverju sem er þegar hún mætti í þessum glæsilega en óvenjulega baby bleika Versace kjól.Sarah Paulson í Brandon Maxwell.GettyLeikkonan og framleiðandinn Sarah Paulson mætti í fallegum dökkbleikum síðkjól með vösum. Sérlega glæsilegt en um leið eitthvað svo þægilegt lúkk. Hún veit alla vega hvar hún getur sett hendurnar.Kacey Musgraves í Giambattista Valli.GettyTónlistarkonan Kacey Musgraves hlaut Grammy verðlaunin nýverið fyrir plötu ársins og var mætt til að afhenda Óskar. Kacey gerði þó meira en að afhenda styttu, hún vakti verðskuldaða athygli í þessari bleiku dýrð frá Giambattista Valli.Helen Mirren í Schiaparelli.GettyHin ávallt glæsilega 73 ára Helen Mirren var auðvitað í takt við nýjustu strauma og skartaði fallegum bleikum chiffon kjól og glitrandi skarti í takt við bleikan varalit og veski.
Birtist í Fréttablaðinu Óskarinn Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira