Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2019 12:00 Rúnar er hér nýbúinn að hrinda vatnsflöskunni á ritaraborðinu við litla hrifningu starfsmanna á borðinu. „Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. Þjálfarinn nýtti tækifærið er Anton Gylfi Pálsson dómari leit undan og sló í vatnsflösku á ritaraborðið. Blöðin á borðinu fóru einnig á flug. Anton gaf honum gult spjald þó svo hann hafi auglóslega ekki séð atvikið en mönnum var heitt í hamsi. Eftir leik átti Rúnar ýmislegt ósagt við mennina á ritaraborðinu og lét þá heyra það. Hálfnaður á leið úr húsinu snéri hann svo aftur við til þess að hella enn frekar úr skálum reiði sinnar. Ekki er annað að sjá en ritaraborðið hafi kallað eitthvað á eftir Rúnari sem snéri reiður til baka. Þá stökk hornamaðurinn Leó Snær Pétursson í leikinn og dró þjálfarann sinn burt af átakasvæðinu. Skynsamur leikur. „Það er „crucial“ víti og ritaraborðið fer að skipta sér af þessu. Þetta er ekki hlutlaus framkvæmd á leik,“ sagði Rúnar eftir leikinn en hann segir ritaraborðið hafa kallað hann hálfvita. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna en þetta er búið og gert.“ Myndband af þessum látum má sjá hér að neðan en myndirnar koma meðal annars frá okkar mönnum í KA TV og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þetta mál verður svo krufið ítarlega í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21.15 eða beint á eftir stórleik Vals og Selfoss sem er einnig í beinni á Stöð 2 Sport.Klippa: Reiðikast Rúnars í KA-heimilinu Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45 Yfirlýsing frá KA: Vísum alvarlegum ásökunum Rúnars á bug Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. 25. febrúar 2019 13:21 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
„Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. Þjálfarinn nýtti tækifærið er Anton Gylfi Pálsson dómari leit undan og sló í vatnsflösku á ritaraborðið. Blöðin á borðinu fóru einnig á flug. Anton gaf honum gult spjald þó svo hann hafi auglóslega ekki séð atvikið en mönnum var heitt í hamsi. Eftir leik átti Rúnar ýmislegt ósagt við mennina á ritaraborðinu og lét þá heyra það. Hálfnaður á leið úr húsinu snéri hann svo aftur við til þess að hella enn frekar úr skálum reiði sinnar. Ekki er annað að sjá en ritaraborðið hafi kallað eitthvað á eftir Rúnari sem snéri reiður til baka. Þá stökk hornamaðurinn Leó Snær Pétursson í leikinn og dró þjálfarann sinn burt af átakasvæðinu. Skynsamur leikur. „Það er „crucial“ víti og ritaraborðið fer að skipta sér af þessu. Þetta er ekki hlutlaus framkvæmd á leik,“ sagði Rúnar eftir leikinn en hann segir ritaraborðið hafa kallað hann hálfvita. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna en þetta er búið og gert.“ Myndband af þessum látum má sjá hér að neðan en myndirnar koma meðal annars frá okkar mönnum í KA TV og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þetta mál verður svo krufið ítarlega í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21.15 eða beint á eftir stórleik Vals og Selfoss sem er einnig í beinni á Stöð 2 Sport.Klippa: Reiðikast Rúnars í KA-heimilinu
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45 Yfirlýsing frá KA: Vísum alvarlegum ásökunum Rúnars á bug Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. 25. febrúar 2019 13:21 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45
Yfirlýsing frá KA: Vísum alvarlegum ásökunum Rúnars á bug Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. 25. febrúar 2019 13:21