Arnar Grétarsson: Formaður Breiðabliks vissi ekkert um fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 15:30 Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildar karla undir stjórn Arnars árið 2015. vísir/anton Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, tjáir sig um brottrekstur sinn í viðtali í Hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Breiðablik rak Arnar 9. maí 2017 eða eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu en Blikar töpuðu þeim báðum. Arnar var þá búinn að þjálfa liðið í tvö heil tímabil auk þess að vera fyrrum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild. „Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig,“ sagði Arnar í viðtalinu en honum finnst enn brottreksturinn vera galin ákvörðun og skilur hana í raun ekki ennþáþ Tímasetningin á uppsögn Arnars kom vissulega mörgum á óvart ekki síst þar sem skömmu fyrir tímabilið vildu Blikar framlengja samning hans. Hann var síðan rekinn eftir aðeins tvo leiki. „Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót,“ segir Arnar. Hann er aftur á móti mest ósáttur við þáverandi formann Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólaf Hrafn Ólafsson. Ólafur Hrafn gaf út yfirlýsingu um að brottreksturinn hafi verið óhjákvæmileg ákvörðun. Í framhaldi af því fóru allskonar sögusagnir af stað. „Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta,“ segir Arnar og bætir við: „Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli,“ segir Arnar. Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur er þáttur sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir og má nálgast allt viðtalið við Arnar Grétarsson með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, tjáir sig um brottrekstur sinn í viðtali í Hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Breiðablik rak Arnar 9. maí 2017 eða eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu en Blikar töpuðu þeim báðum. Arnar var þá búinn að þjálfa liðið í tvö heil tímabil auk þess að vera fyrrum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild. „Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig,“ sagði Arnar í viðtalinu en honum finnst enn brottreksturinn vera galin ákvörðun og skilur hana í raun ekki ennþáþ Tímasetningin á uppsögn Arnars kom vissulega mörgum á óvart ekki síst þar sem skömmu fyrir tímabilið vildu Blikar framlengja samning hans. Hann var síðan rekinn eftir aðeins tvo leiki. „Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót,“ segir Arnar. Hann er aftur á móti mest ósáttur við þáverandi formann Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólaf Hrafn Ólafsson. Ólafur Hrafn gaf út yfirlýsingu um að brottreksturinn hafi verið óhjákvæmileg ákvörðun. Í framhaldi af því fóru allskonar sögusagnir af stað. „Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta,“ segir Arnar og bætir við: „Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli,“ segir Arnar. Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur er þáttur sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir og má nálgast allt viðtalið við Arnar Grétarsson með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð