Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Frosti Logason skrifar 22. febrúar 2019 13:40 Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir alltof lítið hafa verið gert síðustu átta ár til að undirbúa hagstætt húsnæði í Reykjavík. Það aðgerðarleysi hafi svo átt sinn þátt í þeirri stöðu sem nú er upp komin í kjaraviðræðu launafólks að hans mati. Hann ræddi þetta mál í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Eyþór sagði það húsnæði sem hafi verið byggt í borginni vera alltof dýrt og henti þannig einungis litlum hluta eftirspurnarinnar. „Síðan er hitt sem gleymist að Reykjavíkurborg tekur meiri launaskatt heldur en ríkið, er með hæsta útsvarskatt sem hægt er að hafa, en hann er yfir 14%, og er tekin af fyrstu krónu, það er engin persónuafsláttur,“ sagði Eyþór. Eyþór taldi vel hafa farið á því ef verkalýðsfélögin hefðu líka fundað með sveitarfélögum þegar þau voru í viðræðum við ríki nú á dögunum. Sagði hann langstærsta sveitafélagið, Reykjavíkurborg, bera mikla ábyrgð á því hvað kæmi út úr launaumslagi borgarbúa. „Við teljum að Reykjavíkurborg geti lækkað útsvarið, geti farið betur með peninga, og bara skilið aðeins meira eftir í buddunni. Þessi tvö mál, hagstætt húsnæði og lækkun launaskatts í Reykjavík, þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg á náttúrlega að koma með og við undrumst þá þögn sem er um þátt sveitarfélaganna í þessu máli.“ Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Stj.mál Mest lesið Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon "Ríkisstjórnin á að segja af sér“ Harmageddon Magnað myndband frá Úlfi úlfi Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Sannleikurinn: Vakti athygli á stöðu samkynhneigðra með því að sleikja rassgatið á Pútín Harmageddon Sannleikurinn: Nýr þáttur Gísla Marteins mun heita Gísli Marteinn með Gísla Marteini Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon Hver græðir á íslenskri tónlist? Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon
Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir alltof lítið hafa verið gert síðustu átta ár til að undirbúa hagstætt húsnæði í Reykjavík. Það aðgerðarleysi hafi svo átt sinn þátt í þeirri stöðu sem nú er upp komin í kjaraviðræðu launafólks að hans mati. Hann ræddi þetta mál í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Eyþór sagði það húsnæði sem hafi verið byggt í borginni vera alltof dýrt og henti þannig einungis litlum hluta eftirspurnarinnar. „Síðan er hitt sem gleymist að Reykjavíkurborg tekur meiri launaskatt heldur en ríkið, er með hæsta útsvarskatt sem hægt er að hafa, en hann er yfir 14%, og er tekin af fyrstu krónu, það er engin persónuafsláttur,“ sagði Eyþór. Eyþór taldi vel hafa farið á því ef verkalýðsfélögin hefðu líka fundað með sveitarfélögum þegar þau voru í viðræðum við ríki nú á dögunum. Sagði hann langstærsta sveitafélagið, Reykjavíkurborg, bera mikla ábyrgð á því hvað kæmi út úr launaumslagi borgarbúa. „Við teljum að Reykjavíkurborg geti lækkað útsvarið, geti farið betur með peninga, og bara skilið aðeins meira eftir í buddunni. Þessi tvö mál, hagstætt húsnæði og lækkun launaskatts í Reykjavík, þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg á náttúrlega að koma með og við undrumst þá þögn sem er um þátt sveitarfélaganna í þessu máli.“
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Stj.mál Mest lesið Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon "Ríkisstjórnin á að segja af sér“ Harmageddon Magnað myndband frá Úlfi úlfi Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Sannleikurinn: Vakti athygli á stöðu samkynhneigðra með því að sleikja rassgatið á Pútín Harmageddon Sannleikurinn: Nýr þáttur Gísla Marteins mun heita Gísli Marteinn með Gísla Marteini Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon Hver græðir á íslenskri tónlist? Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon