Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2019 19:49 Bjarki og Gunnar voru með flauturnar í kvöld. vísir/bára Valur er komið í undanúrslit Coca-Cola bikars karla eftir að hafa klárað B-deildarlið Fjölnis í undanúrslitunum í kvöld. Fjölnismenn voru einu marki yfir er Valsmenn héldu í síðustu sóknina. Þar féll Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, í gólfið eftir að hafa sótt að marki Fjölnis. Dómarar leiksins, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, nýttu sér tæknina og ákvaðu að skoða atvikið í sjónvarpinu. VAR, myndbandsaðstoðardómari, í Höllinni. Þar komust þeir að þeirri niðurstöðu að senda Arnar Máni Rúnarsson útaf með rautt spjald og Valur fékk vítakast. Úr því skoraði Anton Rúnarsson og jafnaði metin. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni reyndist Olís-deildarlið Vals betra og er því komið í úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni á morgun. Mikil umræða skapaðist um dóminn á Twitter og má sjá brot af umræðunni hér að neðan.Þvílík og önnur eins skömm #handbolti— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) March 8, 2019 Vandræðalegasta VARið er í handbolta. "Hmm... Ég segi bara, rautt spjald?"— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) March 8, 2019 HAHAHA viðurkenni eg held með Val í þessum leik en víti er þvæla— Sigurður Ólafsson (@siggiolafss) March 8, 2019 NEI NEI NEI - Fjölnir rændir — Gunnar Steinn (@SteinnJonsson) March 8, 2019 Svona dómgæsla verður bara til þess að fólk missi áhuga á íþróttinni. Gæinn leitaði og leitaði til hann gæti selt sjálfum sér að gefa rautt. Hinn dómarinn ekki sammála einu sinni. Ef Valur vinnur á endanum þá er það dómaranum að þakka.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 8, 2019 Ég sem hélt að Handbolti væri leikur með snertingum— HrafnkellFreyr (@hrafnkellfreyr) March 8, 2019 Valsmenn sluppu heldur betur með skrekkinn. Fengu víti á silfurfati og náðu að tryggja sér framlengingu með marki úr vítakasti. Rautt og víti algör þvæludómur.— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) March 8, 2019 Vel dæmdur leikur sem endar svo á algjörlega glórulausu bulli sem er að bjarga Val, þjófnaður #handbolti— Birgir H. Stefánsson (@BHStefansson) March 8, 2019 Hvar í sögubókunum er þessi dómur yfir verstu dóma allra tíma? Þetta getur ekki verið rautt spjald. Fjölnismenn rændir - væri til í að fá Bjarka til að útskýra þennan dóm, Gunnar var ekki sammála og það sást alveg. Hafði ekki pung í að segja nei við Bjarka #handbolti #handkastið— Guðmundur Sigfússon (@Gummi_10) March 8, 2019 Var að detta inn í e-ð VAR dæmi í handboltanum - og þvílíka ruglið að dæma víti og rautt á Fjölni gegn Val. #handbolti— Sigurður Elvar Þórólfsson (@sigelvar) March 8, 2019 Seinni leikur kvöldsins óþarfi og á laugardag það er búið að ákveða sigurvegara bikarsins í ár hammóvalur og hsi skammarlegt #handbolti— Óskar Guðmundsson (@OskarGumundsson) March 8, 2019 VAR þetta versti vídeó dómurinn hingað til. Lítið brot miklar afleiðingar fyrir gula liðið #handbolti— Jón Andri Helgason (@jonandri30) March 8, 2019 Er ekki VAR notað til þess að koma veg fyrir svona dóma? úffff...... #handbolti— Hermann Gumm (@hemmigumm) March 8, 2019 Hvaða VAR bíó er þetta? Eru Bjarki og Gunnar Óli að sýna þjóðinni að þeir séu ekki hæfir til að dæma einn handboltaleik án þess að horfa á endursýningar hvað eftir annað? #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) March 8, 2019 Réttur dómur held ég. En þetta er alltof mikil refsing í svona leik. Fá á sig víti, mann útaf með rautt OG að vera svo 1/5 af framlengingunni einum færri. Annað hvort að breyta rauða í tvær eða núlla út refsitímann fyrir framlengingu.— Árni Stefán (@arnistefan) March 8, 2019 Einu sinni skildi ég alveg smá hvernig reglurnar eru í handbolta. Það voru fínir tímar.— Kari Freyr Doddason (@Doddason) March 8, 2019 Vorkenni Fjölni. Áttu skilið úrslitaleik en voru einfaldlega rændir því. #handbolti— Rikki G (@RikkiGje) March 8, 2019 Íslenski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Valur er komið í undanúrslit Coca-Cola bikars karla eftir að hafa klárað B-deildarlið Fjölnis í undanúrslitunum í kvöld. Fjölnismenn voru einu marki yfir er Valsmenn héldu í síðustu sóknina. Þar féll Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, í gólfið eftir að hafa sótt að marki Fjölnis. Dómarar leiksins, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, nýttu sér tæknina og ákvaðu að skoða atvikið í sjónvarpinu. VAR, myndbandsaðstoðardómari, í Höllinni. Þar komust þeir að þeirri niðurstöðu að senda Arnar Máni Rúnarsson útaf með rautt spjald og Valur fékk vítakast. Úr því skoraði Anton Rúnarsson og jafnaði metin. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni reyndist Olís-deildarlið Vals betra og er því komið í úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni á morgun. Mikil umræða skapaðist um dóminn á Twitter og má sjá brot af umræðunni hér að neðan.Þvílík og önnur eins skömm #handbolti— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) March 8, 2019 Vandræðalegasta VARið er í handbolta. "Hmm... Ég segi bara, rautt spjald?"— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) March 8, 2019 HAHAHA viðurkenni eg held með Val í þessum leik en víti er þvæla— Sigurður Ólafsson (@siggiolafss) March 8, 2019 NEI NEI NEI - Fjölnir rændir — Gunnar Steinn (@SteinnJonsson) March 8, 2019 Svona dómgæsla verður bara til þess að fólk missi áhuga á íþróttinni. Gæinn leitaði og leitaði til hann gæti selt sjálfum sér að gefa rautt. Hinn dómarinn ekki sammála einu sinni. Ef Valur vinnur á endanum þá er það dómaranum að þakka.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 8, 2019 Ég sem hélt að Handbolti væri leikur með snertingum— HrafnkellFreyr (@hrafnkellfreyr) March 8, 2019 Valsmenn sluppu heldur betur með skrekkinn. Fengu víti á silfurfati og náðu að tryggja sér framlengingu með marki úr vítakasti. Rautt og víti algör þvæludómur.— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) March 8, 2019 Vel dæmdur leikur sem endar svo á algjörlega glórulausu bulli sem er að bjarga Val, þjófnaður #handbolti— Birgir H. Stefánsson (@BHStefansson) March 8, 2019 Hvar í sögubókunum er þessi dómur yfir verstu dóma allra tíma? Þetta getur ekki verið rautt spjald. Fjölnismenn rændir - væri til í að fá Bjarka til að útskýra þennan dóm, Gunnar var ekki sammála og það sást alveg. Hafði ekki pung í að segja nei við Bjarka #handbolti #handkastið— Guðmundur Sigfússon (@Gummi_10) March 8, 2019 Var að detta inn í e-ð VAR dæmi í handboltanum - og þvílíka ruglið að dæma víti og rautt á Fjölni gegn Val. #handbolti— Sigurður Elvar Þórólfsson (@sigelvar) March 8, 2019 Seinni leikur kvöldsins óþarfi og á laugardag það er búið að ákveða sigurvegara bikarsins í ár hammóvalur og hsi skammarlegt #handbolti— Óskar Guðmundsson (@OskarGumundsson) March 8, 2019 VAR þetta versti vídeó dómurinn hingað til. Lítið brot miklar afleiðingar fyrir gula liðið #handbolti— Jón Andri Helgason (@jonandri30) March 8, 2019 Er ekki VAR notað til þess að koma veg fyrir svona dóma? úffff...... #handbolti— Hermann Gumm (@hemmigumm) March 8, 2019 Hvaða VAR bíó er þetta? Eru Bjarki og Gunnar Óli að sýna þjóðinni að þeir séu ekki hæfir til að dæma einn handboltaleik án þess að horfa á endursýningar hvað eftir annað? #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) March 8, 2019 Réttur dómur held ég. En þetta er alltof mikil refsing í svona leik. Fá á sig víti, mann útaf með rautt OG að vera svo 1/5 af framlengingunni einum færri. Annað hvort að breyta rauða í tvær eða núlla út refsitímann fyrir framlengingu.— Árni Stefán (@arnistefan) March 8, 2019 Einu sinni skildi ég alveg smá hvernig reglurnar eru í handbolta. Það voru fínir tímar.— Kari Freyr Doddason (@Doddason) March 8, 2019 Vorkenni Fjölni. Áttu skilið úrslitaleik en voru einfaldlega rændir því. #handbolti— Rikki G (@RikkiGje) March 8, 2019
Íslenski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira