McIlroy fékk risavinninginn á Players Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. mars 2019 22:15 Verðlaunaféð á Players mótinu er það hæsta á allri PGA mótaröðinni í ár vísir/getty Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari Players mótsins í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. McIlroy byrjaði ekki vel í dag og fékk tvöfaldan skolla á fjórðu holu. Hann náði hins vegar að vinna það til baka og tveir fuglar í röð á 15. og 16. holu komu honum á tveimur undir pari á hringnum. Norður-Írinn endaði því mótið á 16 höggum undir pari, einu höggi betra heldur en Jim Furyk sem varð í öðru sæti. Þetta var fyrsti sigur McIlroy í heilt ár á PGA mótaröðinni. „Þetta er mjög sérstakt. Ég reyndi að nálgast þetta bara eins og hvern annan dag, þrátt fyrir að ég hafi komist nálægt því að sigra nokkrum sinnum síðasta árið,“ sagði McIlroy eftir hringinn. „Reynslan af því skilaði mér á þann stað sem ég er á í dag og skilaði mér yfir línuna.“ Spánverjinn Jon Rahm leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann átti hrikalegan endasprett á annars frekar slæmum degi. Hann var á einu höggi yfir pari í dag þegar hann mætti á 15. holu. Þar fékk hann enn einn skollann og svo tvöfaldan skolla á 17. holu og fór hann því holurnar átján á fjórum höggum yfir pari og féll niður í 12. sæti. Jim Furyk átti all betri hring en hann fékk örn á annari holu og fugl á þeirri átjándu sem tryggði honum annað sætið í mótinu. Hann lauk leik á fimm höggum undir pari, samtals á 15 undir í mótinu. Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas urðu jafnir í 3. - 4. sæti á 14 höggum undir pari. Tiger Woods kláraði mótið í 30. sæti á sex höggum undir pari. Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari Players mótsins í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. McIlroy byrjaði ekki vel í dag og fékk tvöfaldan skolla á fjórðu holu. Hann náði hins vegar að vinna það til baka og tveir fuglar í röð á 15. og 16. holu komu honum á tveimur undir pari á hringnum. Norður-Írinn endaði því mótið á 16 höggum undir pari, einu höggi betra heldur en Jim Furyk sem varð í öðru sæti. Þetta var fyrsti sigur McIlroy í heilt ár á PGA mótaröðinni. „Þetta er mjög sérstakt. Ég reyndi að nálgast þetta bara eins og hvern annan dag, þrátt fyrir að ég hafi komist nálægt því að sigra nokkrum sinnum síðasta árið,“ sagði McIlroy eftir hringinn. „Reynslan af því skilaði mér á þann stað sem ég er á í dag og skilaði mér yfir línuna.“ Spánverjinn Jon Rahm leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann átti hrikalegan endasprett á annars frekar slæmum degi. Hann var á einu höggi yfir pari í dag þegar hann mætti á 15. holu. Þar fékk hann enn einn skollann og svo tvöfaldan skolla á 17. holu og fór hann því holurnar átján á fjórum höggum yfir pari og féll niður í 12. sæti. Jim Furyk átti all betri hring en hann fékk örn á annari holu og fugl á þeirri átjándu sem tryggði honum annað sætið í mótinu. Hann lauk leik á fimm höggum undir pari, samtals á 15 undir í mótinu. Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas urðu jafnir í 3. - 4. sæti á 14 höggum undir pari. Tiger Woods kláraði mótið í 30. sæti á sex höggum undir pari.
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira