Fleetwood og McIlroy leiða en eyjaholan fór illa með Tiger Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. mars 2019 23:15 Það var erfitt hjá Tiger í lok hringsins vísir/getty Tommy Fleetwood og Rory McIlroy leiða Players mótið eftir tvo hringi á tólf höggum undir pari. Tiger Woods fékk fjórfaldan skolla á næst síðustu holunni. Fleetwood var í forystu eftir fyrsta daginn ásamt Keegan Bradley. Hann náði ekki alveg jafn góðu flugi í dag og í gær, en spilaði þó á fimm höggum undir pari og hélt forystu sinni. Bradley átti hins vegar alls ekki góðan dag í dag og féll niður í 15. sæti. Rory McIlroy átti frábæran endasprett. Hann byrjaði hringinn á skolla en svo fóru fuglarnir að detta inn. Hann endaði hringinn svo á erni á 16. holu og fugli á þeirri 17. og jafnaði þar með Fleetwood á toppnum. Tiger Woods var nálægt því að eiga fullkominn hring, hafði farið 16 holur án þess að fá skolla en hann missteig sig all svaðalega á 17. holu, hinni þekktu eyjaholu. Hann fékk margfaldan skolla, holan er par 3 en hann fór holuna á sjö höggum. Hann skaut ítrekað í vatnið og komst ekki inn á flöt fyrr en í fimmta högginu sínu. Þar þurfti hann svo að tvípútta. Tiger kláraði hringinn í dag á einu höggi undir pari eftir þennan hrikalega skolla og er í 38. sæti á þremur höggum undir pari samtals. Sigurvegari síðasta árs Webb Simpson hefur ekki náð að vera á meðal efstu manna, hann spilaði í dag á tveimur höggum undir pari líkt og í gær og er því á fjórum höggum undir pari. Niðurskurðurinn er við tvö högg undir parið. Jim Furyk átti besta hring dagsins í dag. Hann fór hringinn á átta höggum undir pari og skaust upp í hóp efstu manna. Furyk fékk ekki einn skolla á hringnum, hann fékk átta fugla og því fór hann nærri helminginn af holunum á fugli. Samtals er hann á níu höggum undir pari í 3. - 6. sæti. Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tommy Fleetwood og Rory McIlroy leiða Players mótið eftir tvo hringi á tólf höggum undir pari. Tiger Woods fékk fjórfaldan skolla á næst síðustu holunni. Fleetwood var í forystu eftir fyrsta daginn ásamt Keegan Bradley. Hann náði ekki alveg jafn góðu flugi í dag og í gær, en spilaði þó á fimm höggum undir pari og hélt forystu sinni. Bradley átti hins vegar alls ekki góðan dag í dag og féll niður í 15. sæti. Rory McIlroy átti frábæran endasprett. Hann byrjaði hringinn á skolla en svo fóru fuglarnir að detta inn. Hann endaði hringinn svo á erni á 16. holu og fugli á þeirri 17. og jafnaði þar með Fleetwood á toppnum. Tiger Woods var nálægt því að eiga fullkominn hring, hafði farið 16 holur án þess að fá skolla en hann missteig sig all svaðalega á 17. holu, hinni þekktu eyjaholu. Hann fékk margfaldan skolla, holan er par 3 en hann fór holuna á sjö höggum. Hann skaut ítrekað í vatnið og komst ekki inn á flöt fyrr en í fimmta högginu sínu. Þar þurfti hann svo að tvípútta. Tiger kláraði hringinn í dag á einu höggi undir pari eftir þennan hrikalega skolla og er í 38. sæti á þremur höggum undir pari samtals. Sigurvegari síðasta árs Webb Simpson hefur ekki náð að vera á meðal efstu manna, hann spilaði í dag á tveimur höggum undir pari líkt og í gær og er því á fjórum höggum undir pari. Niðurskurðurinn er við tvö högg undir parið. Jim Furyk átti besta hring dagsins í dag. Hann fór hringinn á átta höggum undir pari og skaust upp í hóp efstu manna. Furyk fékk ekki einn skolla á hringnum, hann fékk átta fugla og því fór hann nærri helminginn af holunum á fugli. Samtals er hann á níu höggum undir pari í 3. - 6. sæti.
Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira