KA/Þór vann tveggja marka sigur á Íslandsmeisturum Fram í KA heimilinu á Akureyri í kvöld. Fram var með eins marks forskot í hálfleik.
Heimakonur byrjuðu leikinn betur og voru 8-5 yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Fram komst hins vegar betur inn í leikinn eftir því sem leið á og komu gestirnir sér yfir 15-14 í hálfleik.
Í seinni hálfleik varði Olgica Andrijasevic vel í marki KA/Þórs og þær komust yfir um miðjan seinni hálfleik 23-22.
KA/Þór hélt forskotinu út leikinn og vann sterkan sigur á meisturunum.
Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þórs og skoraði 10 mörk.
KA/Þór lagði Íslandsmeistarana
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Fleiri fréttir
