Villtur hringur hjá Tiger en Fleetwood og Bradley eru í forystu 15. mars 2019 11:00 Tiger Woods var í stuði. vísir/getty Englendingurinn Tommy Fleetwood og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley eru í forystu á Players-mótinu í golfi en fyrsti hringur kláraðist seint í gærkvöldi. Players-mótið er einskonar óopinbert fimmta risamót ársins en þetta árið er verðlaunaféð hæst á Players-mótinu. Heildarpotturinn er 12,5 milljónir dollara og fær sigurvegarinn 2,25 milljónir í sinn hlut. Fleetwood og Bradley voru jafnir fyrir lokahringinn á Arnold Palmer-mótinu á dögunum og eru því ekki óvanir að vera saman á toppnum. Þeir spiluðu hringinn báðir á sjö höggum undir pari en An Byeong-hun frá Suður-Kóreu og Brian Harman eru í saman í þriðja til fjórða sæti á sex höggum undir pari. Tiger Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar eftir að setja niður einn fugl en fá svo einn skolla. Seinni níu voru svo líflegar hjá Tiger þar sem hann náði aðeins einu pari. Tiger bauð upp á fimm fugla og þrjá skolla sem þýðir að hann endaði hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er því fimm höggum frá efstu mönnum fyrir annan hringinn sem spilaður verður í dag. Það besta frá FleetwoodÞað besta frá BradleyÞað besta frá 17. holunni Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Englendingurinn Tommy Fleetwood og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley eru í forystu á Players-mótinu í golfi en fyrsti hringur kláraðist seint í gærkvöldi. Players-mótið er einskonar óopinbert fimmta risamót ársins en þetta árið er verðlaunaféð hæst á Players-mótinu. Heildarpotturinn er 12,5 milljónir dollara og fær sigurvegarinn 2,25 milljónir í sinn hlut. Fleetwood og Bradley voru jafnir fyrir lokahringinn á Arnold Palmer-mótinu á dögunum og eru því ekki óvanir að vera saman á toppnum. Þeir spiluðu hringinn báðir á sjö höggum undir pari en An Byeong-hun frá Suður-Kóreu og Brian Harman eru í saman í þriðja til fjórða sæti á sex höggum undir pari. Tiger Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar eftir að setja niður einn fugl en fá svo einn skolla. Seinni níu voru svo líflegar hjá Tiger þar sem hann náði aðeins einu pari. Tiger bauð upp á fimm fugla og þrjá skolla sem þýðir að hann endaði hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er því fimm höggum frá efstu mönnum fyrir annan hringinn sem spilaður verður í dag. Það besta frá FleetwoodÞað besta frá BradleyÞað besta frá 17. holunni
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira