Tiger berst um stærsta peningapott ársins á Players Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2019 17:45 Tiger Woods spreytir sig á 17. holunni. vísir/getty The Players Championship eða Players-mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst klukkan 17.00 í dag en bein útsending er í gangi á Golfstöðinni. Players-mótið er oft sagt óopinbert fimmta stórmót ársins en að þessu sinni er heildarverðlaunaféð 12,5 milljónir dollara sem er stærsti pottur ársins á PGA-mótaröðinni. Tiger Woods er mættur til leiks en hann komst inn með því að vinna PGA-mót á síðasta ári. Þarna eru einnig mættir efstu 125 á FedEx-peningalista síðasta árs, sigurvegarar síðustu risamóta ásamt fleirum af þeim bestu í heimi. Mótið fer fram á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída en 17. holan þar er ein sú allra frægasta í íþróttinni. Flötin situr á eyju sem gríðarlega erfitt er að hitta og hefur margur kylfingurinn farið flatt á þessari rosalegu holu. Tiger Woods vann þetta mót árið 2001 og 2013 en samlandi hans Webb Simpson bar sigur úr býtum á síðasta ári. Simpson vann með fjögurra högga mun og fékk tæpar tvær milljónir dollara í sinn hlaut. Sigurvegarinn í ár fær 2,25 milljónir dollara. Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
The Players Championship eða Players-mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst klukkan 17.00 í dag en bein útsending er í gangi á Golfstöðinni. Players-mótið er oft sagt óopinbert fimmta stórmót ársins en að þessu sinni er heildarverðlaunaféð 12,5 milljónir dollara sem er stærsti pottur ársins á PGA-mótaröðinni. Tiger Woods er mættur til leiks en hann komst inn með því að vinna PGA-mót á síðasta ári. Þarna eru einnig mættir efstu 125 á FedEx-peningalista síðasta árs, sigurvegarar síðustu risamóta ásamt fleirum af þeim bestu í heimi. Mótið fer fram á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída en 17. holan þar er ein sú allra frægasta í íþróttinni. Flötin situr á eyju sem gríðarlega erfitt er að hitta og hefur margur kylfingurinn farið flatt á þessari rosalegu holu. Tiger Woods vann þetta mót árið 2001 og 2013 en samlandi hans Webb Simpson bar sigur úr býtum á síðasta ári. Simpson vann með fjögurra högga mun og fékk tæpar tvær milljónir dollara í sinn hlaut. Sigurvegarinn í ár fær 2,25 milljónir dollara.
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira