Ólafur mun aðstoða Brodie Hjörvar Ólafsson skrifar 28. mars 2019 17:30 Ólafur Björn Loftsson. Vísir/GVA Golfsamband Íslands hefur samið við Ólaf Björn Loftsson um að hann verði aðstoðarmaður nýráðins afreksstjóra GSÍ. Gregor Brodie tók við starfi afreksstjóra GSÍ fyrr á þessu ári og mun Ólafur Björn verða honum innan handar. Það var golf.is sem greindi frá þessu. Ólafur Björn hefur lengi verið í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi. Hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 og fetaði þar með í fótspor föður síns, Lofts Ólafssonar. Ólafur mun starfa sem framkvæmdastjóri PGA á Íslandi samhliða því að leika sem atvinnukylfingur og sitja á skólabekk í PGA kennaraskólanum á Íslandi. Ólafur er einn reynslumesti landsliðsmaður Íslands í flokki áhugakylfinga og hann er eini íslenski kylfingurinn sem hefur fengið tækifæri til að keppa á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægð að fá Ólaf til liðs við okkur og erum fullviss um að þeir í sameiningu með öllu því góða fagfólki sem starfar í golfklúbbum landsins og fagteymi GSÍ muni færa okkar afrekskylfingum og íþróttinni í heild mikið á komandi misserum,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við golf.is. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfsamband Íslands hefur samið við Ólaf Björn Loftsson um að hann verði aðstoðarmaður nýráðins afreksstjóra GSÍ. Gregor Brodie tók við starfi afreksstjóra GSÍ fyrr á þessu ári og mun Ólafur Björn verða honum innan handar. Það var golf.is sem greindi frá þessu. Ólafur Björn hefur lengi verið í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi. Hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 og fetaði þar með í fótspor föður síns, Lofts Ólafssonar. Ólafur mun starfa sem framkvæmdastjóri PGA á Íslandi samhliða því að leika sem atvinnukylfingur og sitja á skólabekk í PGA kennaraskólanum á Íslandi. Ólafur er einn reynslumesti landsliðsmaður Íslands í flokki áhugakylfinga og hann er eini íslenski kylfingurinn sem hefur fengið tækifæri til að keppa á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægð að fá Ólaf til liðs við okkur og erum fullviss um að þeir í sameiningu með öllu því góða fagfólki sem starfar í golfklúbbum landsins og fagteymi GSÍ muni færa okkar afrekskylfingum og íþróttinni í heild mikið á komandi misserum,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við golf.is.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira