Agnar Smári Jónsson mun ekki spila með Valsmönnum gegn Akureyri í kvöld og óvissa er hversu mikið meira hann getur spilað með liðinu á leiktíðinni.
Bakslag hefur komið í meiðsli Agnars Smára sem voru greind í janúar og hann mun hitta lækna í dag til þess að fara yfir stöðuna.
Valur ákvað að veðja á hann á bikarúrslitahelginni en hann hefur ekki verið góður síðan.
Samkvæmt heimildum Vísis standa vonir Valsmanna til þess að Agnar Smári nái úrslitakeppninni með liðinu en tíminn verður að leiða í ljós hvort það sé raunhæft.
Leikur Vals og Akureyrar hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Óvissa með framhaldið hjá Agnari Smára
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn


Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn


Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn