Agla María Albertsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.
Landsliðskonan varð Íslands- og bikarmeistari með Blikum í fyrra. Agla María er uppalin hjá Breiðabliki en lék með Val og Stjörnunni áður en hún fór aftur í Kópavoginn.
Agla María hefur leikið 60 leiki í efstu deild og skorað 18 mörk. Síðasta sumar skoraði hún átta mörk í 18 deildarleikjum með Breiðabliki.
Agla María, sem er fædd árið 1999, hefur leikið 23 landsleiki og skorað tvö mörk.
Agla María framlengir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn