Ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2019 08:00 Í hátíðarkórnum er valinn maður í hverju rúmi. Einsöngvararnir eru bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans. „Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum. Það er ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hátíðartónleikana sem skólinn stendur fyrir í tilefni 70 ára afmælis sem var á síðasta ári. Skólinn hefur fagnað tímamótunum með ýmsum hætti og staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum en hápunktur afmælishaldsins er í þessari viku því tvennir hátíðartónleikar eru á dagskránni, á Ísafirði í kvöld og í Reykjavík á sunnudaginn.Ingunn Sturludóttir skólastjóri.Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar, sem allir eru fyrrverandi eða núverandi nemendur skólans, auk kennara, munu flytja fjölbreytta efnisskrá, en í fyrirrúmi eru létt og skemmtileg verk, að sögn Ingunnar. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir hún. Yfirskrift tónleikanna er Chacun à son goût (Hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, því á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir í Ísafjarðarkirkju hefjast klukkan 20 í kvöld, 21. mars, og verða endurteknir í Langholtskirkju í Reykjavík á sunnudaginn, 24. mars, klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum. Það er ævintýri hve samhentir ólíkir einstaklingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hátíðartónleikana sem skólinn stendur fyrir í tilefni 70 ára afmælis sem var á síðasta ári. Skólinn hefur fagnað tímamótunum með ýmsum hætti og staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum en hápunktur afmælishaldsins er í þessari viku því tvennir hátíðartónleikar eru á dagskránni, á Ísafirði í kvöld og í Reykjavík á sunnudaginn.Ingunn Sturludóttir skólastjóri.Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar, sem allir eru fyrrverandi eða núverandi nemendur skólans, auk kennara, munu flytja fjölbreytta efnisskrá, en í fyrirrúmi eru létt og skemmtileg verk, að sögn Ingunnar. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir hún. Yfirskrift tónleikanna er Chacun à son goût (Hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, því á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir í Ísafjarðarkirkju hefjast klukkan 20 í kvöld, 21. mars, og verða endurteknir í Langholtskirkju í Reykjavík á sunnudaginn, 24. mars, klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira