Grimes tilkynnir plötuna Miss_Anthrop0cene Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 20. mars 2019 11:18 Grimes fer sínar eigin slóðir í tónlistinni. getty/Vivien Killilea Raftónlistarmaðurinn Grimes hefur undanfarið vakið athygli fyrir flest annað en tónlist sína, en eftir að hún opinberaði samband sitt við Elon Musk í fyrra hefur hún hvað eftir annað ratað í fréttir, með beinum eða óbeinum hætti. Óljóst þykir þó hvort þau séu enn saman. Hvað sem sambandi hennar við Musk líður hefur Grimes frá upphafi ferils síns þótt frumleg og eftirtektarverð í tónlistarsköpun sinni. Í nótt tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni nýja plötu sem ber titilinn Miss_Anthrop0cene. Með titlinum splæsir Grimes saman orðunum fröken (e. miss), mannhatari (e. misanthrope) og anthropocene, sem er tillaga að nafni á jarðsögutímabili sem hefst á þeim tímapunkti sem áhrifa mannkynsins á jörðina fer að gæta. Hún er háfleyg í lýsingum sínum á nýju plötunni, segir hana m.a. vera „konsept-plötu um loftslagsbreytingagyðju í mannsmynd, skynvilludjöful og geimbúa, eða fegurðar-Drottningu sem hefur nautn af endalokum heimsins.“ Hvert lag á plötunni muni vera „mismunandi holdgervingur gereyðingar mannkynsins.“ Fyrsta smáskífa plötunnar, We Appreciate Power, kom út seint á síðasta ári. Í því leikur hún sér að helstu klisjum þungarokks og þá sér í lagi hins „forboðna“ nýþungarokks (e. nu-metal) og hetjurokks (e. power metal). Í lýsingu sinni á nýju plötunni segir hún einmitt að hún sé „mestmegnis skýjakennt nýþungarokk,“ og að hún geri sér grein fyrir því að margir „sakni hljóðgervlanna og alls þess.“ Ef eitthvað er að marka smáskífuna hefur Grimes fjarlægst „tumblr-elektróníkina“ sem einkenndi fyrri plötur hennar, og blandar í stað hennar saman klisjukenndu þungarokki og poppi í blöndu sem er í það minnsta mjög áhugaverð. Hver veit nema að næsta plata frá henni eftir þessa reisi upp frá dauðum hina háfleygu en stuttlífu dubstep-stefnu, ef vel tekst til með þessa endurlífgun nýþungarokksins. Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Grimes hefur undanfarið vakið athygli fyrir flest annað en tónlist sína, en eftir að hún opinberaði samband sitt við Elon Musk í fyrra hefur hún hvað eftir annað ratað í fréttir, með beinum eða óbeinum hætti. Óljóst þykir þó hvort þau séu enn saman. Hvað sem sambandi hennar við Musk líður hefur Grimes frá upphafi ferils síns þótt frumleg og eftirtektarverð í tónlistarsköpun sinni. Í nótt tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni nýja plötu sem ber titilinn Miss_Anthrop0cene. Með titlinum splæsir Grimes saman orðunum fröken (e. miss), mannhatari (e. misanthrope) og anthropocene, sem er tillaga að nafni á jarðsögutímabili sem hefst á þeim tímapunkti sem áhrifa mannkynsins á jörðina fer að gæta. Hún er háfleyg í lýsingum sínum á nýju plötunni, segir hana m.a. vera „konsept-plötu um loftslagsbreytingagyðju í mannsmynd, skynvilludjöful og geimbúa, eða fegurðar-Drottningu sem hefur nautn af endalokum heimsins.“ Hvert lag á plötunni muni vera „mismunandi holdgervingur gereyðingar mannkynsins.“ Fyrsta smáskífa plötunnar, We Appreciate Power, kom út seint á síðasta ári. Í því leikur hún sér að helstu klisjum þungarokks og þá sér í lagi hins „forboðna“ nýþungarokks (e. nu-metal) og hetjurokks (e. power metal). Í lýsingu sinni á nýju plötunni segir hún einmitt að hún sé „mestmegnis skýjakennt nýþungarokk,“ og að hún geri sér grein fyrir því að margir „sakni hljóðgervlanna og alls þess.“ Ef eitthvað er að marka smáskífuna hefur Grimes fjarlægst „tumblr-elektróníkina“ sem einkenndi fyrri plötur hennar, og blandar í stað hennar saman klisjukenndu þungarokki og poppi í blöndu sem er í það minnsta mjög áhugaverð. Hver veit nema að næsta plata frá henni eftir þessa reisi upp frá dauðum hina háfleygu en stuttlífu dubstep-stefnu, ef vel tekst til með þessa endurlífgun nýþungarokksins.
Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira