Tobias Thomsen skoraði þrennu þegar KR tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla með 3-2 sigri á FH í Vesturbænum í dag.
Thomsen hefur verið sjóðheitur í Lengjubikarnum og er markahæstur í keppninni með tíu mörk.
KR lenti tvisvar undir í leiknum en kom til baka og tryggði sér sigurinn og sæti í úrslitaleiknum í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. KR mætir ÍA í úrslitaleiknum 7. apríl.
Mörkin úr leik KR og FH má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Sjáðu þrennu Thomsen gegn FH | Myndband
Tengdar fréttir

Thomsen með þrennu og KR í úrslit
Tobias Thomsen var í aðalhlutverki þegar KR vann FH í undanúrslitum Lengjubikarsins.