Guðmundur: Erum að spila á okkar heimavelli og viljum gjarnan vinna leikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2019 19:30 Guðmundur í viðtalinu í dag. mynd/skjáskot Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að allir leikmenn liðsins séu klárir í slaginn fyrir leikina gegn Norður-Makedóníu. Ísland mætir Norður-Makedóníu í tveimur leikjum í vikunni. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið en síðari leikurinn í Makedóníu á sunnudag en leikirnir eru liður í undankeppni EM 2020. „Við erum að spila á okkar heimavelli og við viljum gjarnan vinna leikinn en það verður ekki einfalt. Þetta er mjög sterkt lið og reynslumikið. Þeir eru líkamlega sterkir og búa yfir ýmis konar vopnabúri,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson. „Þeir hafa verið að spila mikið sjö á sex og við þurfum að leysa það. Þeir eru með öflugar skyttur og frábæra línumenn og góðan markmann. Það er eitt og annað en svo er kominn nýr þjálfari og þá koma áherslubreytingar sem við vitum ekki nákvæmlega hverjar eru.“ Ísland er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum en Norður-Makedónía einungis tvö, svo þeir þurfa nauðsynlega á stigunum tveimur að halda á miðvikudaginn. „Þetta verður hörkuleikur. Þetta verður spennandi verkefni og við erum búnir að spila marga leiki við þá. Þetta hafa eiginlega alltaf verið jafnar viðureignir og ég á von á því að þetta verði þannig. Við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna.“ Guðmundur hvetur stuðningsmenn til að fjölmennina í Höllina og segir að það geti verið mikilvægt. „Það er skemmtilegt að spila á heimavelli. Vonandi fáum við fulla höll og það verður góð stemning. Það hefur oft verið hérna. Við þurfum á því að halda að fá hörku stemningu í Höllina og þá verður þetta skemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund í heild sinni má sjá hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um standið á hópnum, ákvörðunina að gefa Aroni frí á æfingu í dag og margt fleira.Klippa: Viðtalið við Guðmund Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að allir leikmenn liðsins séu klárir í slaginn fyrir leikina gegn Norður-Makedóníu. Ísland mætir Norður-Makedóníu í tveimur leikjum í vikunni. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið en síðari leikurinn í Makedóníu á sunnudag en leikirnir eru liður í undankeppni EM 2020. „Við erum að spila á okkar heimavelli og við viljum gjarnan vinna leikinn en það verður ekki einfalt. Þetta er mjög sterkt lið og reynslumikið. Þeir eru líkamlega sterkir og búa yfir ýmis konar vopnabúri,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson. „Þeir hafa verið að spila mikið sjö á sex og við þurfum að leysa það. Þeir eru með öflugar skyttur og frábæra línumenn og góðan markmann. Það er eitt og annað en svo er kominn nýr þjálfari og þá koma áherslubreytingar sem við vitum ekki nákvæmlega hverjar eru.“ Ísland er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum en Norður-Makedónía einungis tvö, svo þeir þurfa nauðsynlega á stigunum tveimur að halda á miðvikudaginn. „Þetta verður hörkuleikur. Þetta verður spennandi verkefni og við erum búnir að spila marga leiki við þá. Þetta hafa eiginlega alltaf verið jafnar viðureignir og ég á von á því að þetta verði þannig. Við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna.“ Guðmundur hvetur stuðningsmenn til að fjölmennina í Höllina og segir að það geti verið mikilvægt. „Það er skemmtilegt að spila á heimavelli. Vonandi fáum við fulla höll og það verður góð stemning. Það hefur oft verið hérna. Við þurfum á því að halda að fá hörku stemningu í Höllina og þá verður þetta skemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund í heild sinni má sjá hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um standið á hópnum, ákvörðunina að gefa Aroni frí á æfingu í dag og margt fleira.Klippa: Viðtalið við Guðmund
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni