Lemstraðir Lengjubikarmeistarar: Mikil meiðsli hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2019 12:00 Rúnar er á leið inn í sitt annað tímabil eftir að hann tók aftur við KR. vísir/bára KR setti punktinn aftan við gott undirbúningstímabil með sigri á ÍA, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í gær. Pablo Punyed kom KR-ingum yfir á 23. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason jafnaði fyrir Skagamenn tveimur mínútum síðar. Björgvin Stefánsson skoraði svo sigurmark KR á 55. mínútu. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikarinn. KR-ingarnir Tobias Thomsen og Pálmi Rafn Pálmason fóru meiddir af velli í gær. Það eru ekki einu meiðslin sem herja á leikmannahóp KR. „Tobias fékk tak aftan í lærið. Ég veit ekki hvort þetta var tognun eða bara stífleiki. Það kemur í ljós í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. „Pálmi fékk högg á hálsinn og hnakkann og var skynsamur og fór út af. Hann var líka stífur í kálfanum,“ bætti Rúnar við.Skúli að jafna sig á höfuðmeiðslum Skúli Jón Friðgeirsson fékk heilahristing eftir samstuð við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR á dögunum. „Skúli hefur ekki æft í 9-10 daga. Við förum varlega með hann og fylgjum öllum stöðlum varðandi höfuðhögg,“ sagði Rúnar og bætti við að Arnór Sveinn hefði einnig orðið fyrir hnjaski og væri slæmur í rifbeinunum. Kristinn Jónsson er að jafna sig eftir hnémeiðsli og er nýbyrjaður að taka þátt í æfingum, þó ekki leikjum á æfingum. Rúnar segir að það sé vika þar til Kristinn geti farið á fullt. Þá meiddist Kennie Chopart í æfingaleik gegn Breiðabliki á dögunum. Hann var ekki með í leiknum gegn ÍA. „Hann fékk tak í bakið gegn Blikum. Hann er með undirliggjandi brjósklosmeiðsli. Hann er rétt byrjaður að hjóla,“ sagði Rúnar. Hann vonast til að Kennie geti byrjað að æfa eftir rúma viku.Skiptir ekki máli hvað öðrum finnstEftir leikinn í gær gagnrýndi Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spilamennsku KR. Hann sagði KR-inga hafa verið hrædda við sína menn og spilað stórkarlalegan fótbolta. „Ég hef enga skoðun á þessu. Hann hefur fullan rétt á sinni skoðun. Menn sjá leikinn á mismunandi hátt,“ sagði Rúnar um ummæli kollega síns hjá ÍA. „Við fengum góðan leik á móti góðu Skagaliði. Hvernig við unnum skiptir ekki máli og hvað öðrum finnst skiptir mig ekki máli,“ sagði Rúnar. KR sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Pepsi Max deildarinnar 27. apríl. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
KR setti punktinn aftan við gott undirbúningstímabil með sigri á ÍA, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í gær. Pablo Punyed kom KR-ingum yfir á 23. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason jafnaði fyrir Skagamenn tveimur mínútum síðar. Björgvin Stefánsson skoraði svo sigurmark KR á 55. mínútu. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikarinn. KR-ingarnir Tobias Thomsen og Pálmi Rafn Pálmason fóru meiddir af velli í gær. Það eru ekki einu meiðslin sem herja á leikmannahóp KR. „Tobias fékk tak aftan í lærið. Ég veit ekki hvort þetta var tognun eða bara stífleiki. Það kemur í ljós í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. „Pálmi fékk högg á hálsinn og hnakkann og var skynsamur og fór út af. Hann var líka stífur í kálfanum,“ bætti Rúnar við.Skúli að jafna sig á höfuðmeiðslum Skúli Jón Friðgeirsson fékk heilahristing eftir samstuð við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR á dögunum. „Skúli hefur ekki æft í 9-10 daga. Við förum varlega með hann og fylgjum öllum stöðlum varðandi höfuðhögg,“ sagði Rúnar og bætti við að Arnór Sveinn hefði einnig orðið fyrir hnjaski og væri slæmur í rifbeinunum. Kristinn Jónsson er að jafna sig eftir hnémeiðsli og er nýbyrjaður að taka þátt í æfingum, þó ekki leikjum á æfingum. Rúnar segir að það sé vika þar til Kristinn geti farið á fullt. Þá meiddist Kennie Chopart í æfingaleik gegn Breiðabliki á dögunum. Hann var ekki með í leiknum gegn ÍA. „Hann fékk tak í bakið gegn Blikum. Hann er með undirliggjandi brjósklosmeiðsli. Hann er rétt byrjaður að hjóla,“ sagði Rúnar. Hann vonast til að Kennie geti byrjað að æfa eftir rúma viku.Skiptir ekki máli hvað öðrum finnstEftir leikinn í gær gagnrýndi Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spilamennsku KR. Hann sagði KR-inga hafa verið hrædda við sína menn og spilað stórkarlalegan fótbolta. „Ég hef enga skoðun á þessu. Hann hefur fullan rétt á sinni skoðun. Menn sjá leikinn á mismunandi hátt,“ sagði Rúnar um ummæli kollega síns hjá ÍA. „Við fengum góðan leik á móti góðu Skagaliði. Hvernig við unnum skiptir ekki máli og hvað öðrum finnst skiptir mig ekki máli,“ sagði Rúnar. KR sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Pepsi Max deildarinnar 27. apríl.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07