Kylfunum stolið af bílastæði hótelsins aðfaranótt fyrsta risamóts ársins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 12:30 Annie Park mun líklega aldrei skilja kylfurnar eftir í bílnum sínum aftur vísir/getty Kylfingnum Annie Park mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu eftir að kylfum hennar var stolið daginn sem mótið hófst. Hin 23 ára Park hefur farið þrisvar í gegnum niðurskurð á risamóti, hennar besti árangur var 18. sætið á PGA meistaramóti kvenna á síðasta ári. Hún var mætt til suður Kaliforníu tilbúin til þess að keppa á ANA Inspiration risamótinu en vaknaði við slæman draum á fimmtudagsmorgun, morgun fyrsta keppnisdagsins. Kylfunum hennar hafði verið stolið úr bílnum hennar á bílastæði hótelsins. „Ég trúði þessu ekki í fyrstu en þurfti að trúa þessu mjög fljótt. Þeir tóku kylfurnar, töskuna, kúlurnar, hanska, hatt og peysu. Þeir tóku bara allt,“ sagði Park. Hún náði að týna saman kylfusett úr kylfum frá kylfusveininum, auka kylfum sem hún hafði geymt annars staðar og fékk svo nokkrar kylfur með hjálp golfklúbbsins. Kylfurnar voru þó ekki allar eins og best hefði á kosið fyrir hennar sveiflur og fór svo að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og annan hringinn á 6 höggum yfir pari. Hún endaði fimm höggum frá niðurskurðinum. In-Kyung Kim átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með sínar sveiflur og er í forystu í mótinu á átta höggum undir pari eftir tvo daga. Kim verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 4 í kvöld þegar útsending hefst frá þriðja keppnisdegi klukkan 21:00 að íslenskum tíma. Golf Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingnum Annie Park mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu eftir að kylfum hennar var stolið daginn sem mótið hófst. Hin 23 ára Park hefur farið þrisvar í gegnum niðurskurð á risamóti, hennar besti árangur var 18. sætið á PGA meistaramóti kvenna á síðasta ári. Hún var mætt til suður Kaliforníu tilbúin til þess að keppa á ANA Inspiration risamótinu en vaknaði við slæman draum á fimmtudagsmorgun, morgun fyrsta keppnisdagsins. Kylfunum hennar hafði verið stolið úr bílnum hennar á bílastæði hótelsins. „Ég trúði þessu ekki í fyrstu en þurfti að trúa þessu mjög fljótt. Þeir tóku kylfurnar, töskuna, kúlurnar, hanska, hatt og peysu. Þeir tóku bara allt,“ sagði Park. Hún náði að týna saman kylfusett úr kylfum frá kylfusveininum, auka kylfum sem hún hafði geymt annars staðar og fékk svo nokkrar kylfur með hjálp golfklúbbsins. Kylfurnar voru þó ekki allar eins og best hefði á kosið fyrir hennar sveiflur og fór svo að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og annan hringinn á 6 höggum yfir pari. Hún endaði fimm höggum frá niðurskurðinum. In-Kyung Kim átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með sínar sveiflur og er í forystu í mótinu á átta höggum undir pari eftir tvo daga. Kim verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 4 í kvöld þegar útsending hefst frá þriðja keppnisdegi klukkan 21:00 að íslenskum tíma.
Golf Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira