
Exton treysti sér í verkefnið
„Við höfðum samband við nokkra þjónustuaðila og öllum fannst þetta skemmtileg hugmynd en enginn treysti sér til að græja þetta allt saman fyrir okkur á einu bretti. Við áttum von á sama svari þegar við tékkuðum á Exton og urðum himinlifandi þegar þeir sögðu, „ekkert mál“ og fóru strax í að finna lausnir, hvað við þyrftum að taka með og hvernig við kæmum öllu upp eftir,“ segir Karlotta.„Þetta endaði á heilmikilli pródúksjón, Við fórum með 24 metra langt veislutjald, bekki og borð fyrir hundrað manns, risa skjá til að sýna steggja- og gæsamyndböndin, það mátti alls ekki vanta, ljósaseríur til að hengja í tjaldið og helling af lengstu rafmagnssnúrum sem þau áttu til.“

„Ætli ég hafi ekki sent á þau yfir 60 pósta með nýjum hugmyndum og útfærslur sem við þurftum álit og lausn á. En þau voru frábærlega liðleg, urðu aldrei leið á okkur og voru alltaf tilbúin að hugsa út fyrir kassann til að leysa það sem þurfti að leysa.“

Þegar allt var komið inn í trukkinn settist tilvonandi tengdafaðir Karlottu undir stýri og svo var ekið af stað. „Ég var dálítið stresssuð út af holóttum veginum, sérstaklega einni brekku á leiðinni. Það var grenjandi rigning og rok en allt gekk vel. Við drifum tjaldið upp strax um kvöldið í myrkrinu.
Allt komst þetta saman enda vorum við með skotheldar leiðbeiningar frá Exton. Við máttum líka hringja í þau með hvað sem var. Vinir og fjölskylda hjálpuðu til og næstum allt var klárt þegar við fórum að sofa.“ Morguninn eftir hafði stytt upp og sól skein í heiði.

„Við fengum örugglega eina sólardag sumarsins. Veðrið var æðislegt, allir gestir komust á leiðarenda án þess að sprengja dekk og veislan tókst fullkomlega,“ segir Karlotta en brúðhjónin buðu upp á kjötsúpu og svo heimabakaðar sörur í eftirrétt. „Á miðnætti skelltum við í pylsupartý,“ segir hún.
Lopapeysurnar hafi nánast verið óþarfar í góða veðrinu en mæður brúðhjónanna höfðu prjónað sérstaklega á brúðhjónin. „Annars vorum við bara í fullum brúðkaupsskrúða, ég í hvítum síðkjól og Torfi í teinóttum jakkafötum,“ segir hún en hælaskórnir hafi þó verið skildir eftir heima. „Við vorum bæði í vínrauðum Timberlandskóm.“


Ingólfur Magnússon, yfirmaður leigudeildar hjá Exton segist öllu vanur þegar kemur að því að setja upp veislur og viðburði. Brúðkaupsveisla uppi á hálendi slái starfsfólk Exton ekki út af laginu svo glatt.
„Einu sinni vorum við með HL adventure uppi á Langjökli og reistum veislutjald uppi á jöklinum fyrir hóp útlendinga. Við skoðum alltaf allt og reynum að framkvæma það sem viðskiptavinir biðja um. Við getum leyst ótrúlega margt,“ segir Ingólfur.


„Þar þurfti þyrlur til að ferja búnað á staðinn. En svo eru verkefnin breytileg milli ára eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Síðasta sumar setti HM svip á alla viðburði og við settum yfirleitt upp tjöld þar sem hægt var að horfa á boltann á skjá. Nú verður bara spennandi að sjá hvað setur svip sinn á árið 2019.“
Sjá nánar á www.exton.is
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Exton.