Brynjar Björn Gunnarsson mun þjálfa PepsiMax-deildarlið HK næstu þrjú árin en hann framlengdi samning sinn við Kópavogsfélagið í dag.
Brynjar fór með HK upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili í fyrra en hann var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í þrjú ár fram að því ásamt því sem hann kom að þjálfun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Reading þegar hann var á mála hjá liðinu sem leikmaður.
„Ég er mjög ánægður með að framlengja samning minn við HK. Félagið er á hraðri uppleið hvort heldur sem er innan vallar eða utan. Mikið er af ungum og efnilegum leikmönnum í yngri flokkum félagsins sem verður spennandi að fylgjast með og þjálfa í framtíðinni,“ sagði Brynjar Björn í tilkynningu frá félaginu í dag.
HK hefur leik í PepsiMax deild karla eftir rúma viku, laugardaginn 27. apríl, gegn FH í Kaplakrika.
Brynjar Björn hjá HK næstu þrjú árin
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
