Fjórðu deildar lið sló Víking Ólafsvík úr leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. apríl 2019 15:58 Ejub og hans menn elta toppliðin. vísir/ernir Fjórðu deildar lið Úlfanna sló Inkassodeildarlið Víkings frá Ólafsvík úr Mjólkurbikarnum þegar liðin mættust í annari umferð í dag. Grótta skoraði tíu mörk gegn KFR. Víkingur byrjaði af krafti í Ólafsvík og skoraði Pétur Steinar Jóhannsson mark eftir innan við tveggja mínútna leik. Það versnaði hins vegar fljótt útlitið fyrir heimamenn því Emmanuel Eli Keke var sendur af leikvelli með rautt spjald á 20. mínútu og Andri Þór Sólbergsson jafnaði metin á þeirri 21. Harley Willard tryggði þó á Víkingur færi með forystu inn í hálfleikinn því hann kom heimamönnum aftur yfir á 35. mínútu. Í seinni hálfleik náðu Úlfarnir að nýta sér liðsmuninn og þeir settu fimm mörk í hálfleiknum. Aron Snær Ingason kom þeim á bragðið á 48. mínútu þegar hann jafnaði leikinn og Richard Már Guðbrandsson kom Úlfunum yfir á 54. mínútu. Arnór Siggeirsson og Sæmundur Óli Björnsson bættu sitt hvoru markinu við áður en Aron Snær skoraði sitt annað mark og sjötta mark Úlfana. Lokatölur á Ólafsvík 6-2 fyrir Úlfana. Þess má geta að Víkingur Ólafsvík fór alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar síðasta sumar og var lengi vel í toppbaráttu í Inkassodeildinni á síðasta tímabili. Á Seltjarnarnesi var fjórðu deildar lið KFR engin fyrirstaða fyrir Gróttu. Heimamenn skoruðu fjögur mörk á fyrsta hálftímanum og þar við sat í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks komu mörkin svo á færibandi og staðan var orðin 9-0 á 67. mínútu. Lokanaglinn var negldur á 83. mínútu, niðurstaðan 10-0 stórsigur. Keflavík hafði betur gegn Haukum í slag Inkassodeildarliðanna í Reykjaneshöllinni. Ingimundur Aron Guðnason skoraði eina mark leiksins. ÍR vann þægilegan 3-0 sigur á KV og Kórdrengir höfðu betur gegn Vængjum Júpiters. Úrslit og upplýsingar um markaskorara eru fengin af Úrslit.net. Mjólkurbikarinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Fjórðu deildar lið Úlfanna sló Inkassodeildarlið Víkings frá Ólafsvík úr Mjólkurbikarnum þegar liðin mættust í annari umferð í dag. Grótta skoraði tíu mörk gegn KFR. Víkingur byrjaði af krafti í Ólafsvík og skoraði Pétur Steinar Jóhannsson mark eftir innan við tveggja mínútna leik. Það versnaði hins vegar fljótt útlitið fyrir heimamenn því Emmanuel Eli Keke var sendur af leikvelli með rautt spjald á 20. mínútu og Andri Þór Sólbergsson jafnaði metin á þeirri 21. Harley Willard tryggði þó á Víkingur færi með forystu inn í hálfleikinn því hann kom heimamönnum aftur yfir á 35. mínútu. Í seinni hálfleik náðu Úlfarnir að nýta sér liðsmuninn og þeir settu fimm mörk í hálfleiknum. Aron Snær Ingason kom þeim á bragðið á 48. mínútu þegar hann jafnaði leikinn og Richard Már Guðbrandsson kom Úlfunum yfir á 54. mínútu. Arnór Siggeirsson og Sæmundur Óli Björnsson bættu sitt hvoru markinu við áður en Aron Snær skoraði sitt annað mark og sjötta mark Úlfana. Lokatölur á Ólafsvík 6-2 fyrir Úlfana. Þess má geta að Víkingur Ólafsvík fór alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar síðasta sumar og var lengi vel í toppbaráttu í Inkassodeildinni á síðasta tímabili. Á Seltjarnarnesi var fjórðu deildar lið KFR engin fyrirstaða fyrir Gróttu. Heimamenn skoruðu fjögur mörk á fyrsta hálftímanum og þar við sat í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks komu mörkin svo á færibandi og staðan var orðin 9-0 á 67. mínútu. Lokanaglinn var negldur á 83. mínútu, niðurstaðan 10-0 stórsigur. Keflavík hafði betur gegn Haukum í slag Inkassodeildarliðanna í Reykjaneshöllinni. Ingimundur Aron Guðnason skoraði eina mark leiksins. ÍR vann þægilegan 3-0 sigur á KV og Kórdrengir höfðu betur gegn Vængjum Júpiters. Úrslit og upplýsingar um markaskorara eru fengin af Úrslit.net.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira