Föstudagsplaylisti Snorra Helgasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. apríl 2019 14:30 Snorri saumaði saman sumarlegan föstudagslagalista. Vísir/Vilhelm Snorri Helgason hefur síðustu 15 ár eða svo hægt og bítandi unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, hvort sem það er með spili, söng eða hlaðvarpsspjalli. Tónlistarferill hans hófst í Sprengjuhöllinni, sem sveif nokkuð hátt á tiltölulega stuttum líftíma. Eftir að sveitin leið undir lok tók við sólóferill hjá Snorra sem telur nú fimm breiðskífur. Þar að auki spjallar Snorri vikulega við Berg Ebba um eitt tiltekið lag í hlaðvarpinu Fílalag. Tvöhundruðasti þáttur seríunnar var birtur 15. mars, en fimm ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Síðasta plata hans, Margt býr í myrkrinu, var dimm og þjóðlagaskotin og fékk afar góðar viðtökur. Snorri sagði í samtali við Grapevine á síðasta ári að fyrir næsta verkefni myndi hann venda kvæði sínu í kross og gera léttúðuga barnaplötu. Snorri samdi nýverið lag fyrir leiksýninguna Club Romantica, en síðasta sýning hennar er nú um helgina. Lagið nefnist Við strendur Mæjorka og má horfa á myndband fyrir það hér. Það er klárt sumar í lista Snorra, en hann segist ekki hafa haft neitt sérstakt þema í huga við listagerðina, þetta væri bara stemning. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Snorri Helgason hefur síðustu 15 ár eða svo hægt og bítandi unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, hvort sem það er með spili, söng eða hlaðvarpsspjalli. Tónlistarferill hans hófst í Sprengjuhöllinni, sem sveif nokkuð hátt á tiltölulega stuttum líftíma. Eftir að sveitin leið undir lok tók við sólóferill hjá Snorra sem telur nú fimm breiðskífur. Þar að auki spjallar Snorri vikulega við Berg Ebba um eitt tiltekið lag í hlaðvarpinu Fílalag. Tvöhundruðasti þáttur seríunnar var birtur 15. mars, en fimm ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Síðasta plata hans, Margt býr í myrkrinu, var dimm og þjóðlagaskotin og fékk afar góðar viðtökur. Snorri sagði í samtali við Grapevine á síðasta ári að fyrir næsta verkefni myndi hann venda kvæði sínu í kross og gera léttúðuga barnaplötu. Snorri samdi nýverið lag fyrir leiksýninguna Club Romantica, en síðasta sýning hennar er nú um helgina. Lagið nefnist Við strendur Mæjorka og má horfa á myndband fyrir það hér. Það er klárt sumar í lista Snorra, en hann segist ekki hafa haft neitt sérstakt þema í huga við listagerðina, þetta væri bara stemning.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira