Handbolti

Haukar fara líka úr Adidas

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásgeir Örn og félagar í Haukum leika í búningum frá Puma á næsta tímabili.
Ásgeir Örn og félagar í Haukum leika í búningum frá Puma á næsta tímabili. vísir/bára
Handboltalið Hauka leika í búningum frá Puma næstu árin. Handknattleiksdeild Hauka hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Puma. Undanfarin ár hafa handboltalið Hauka leikið í búningum frá Adidas.

Handknattleiksdeild Hauka hefur einnig gert tveggja ára samning við Sportís um að meistaraflokkar félagsins leiki í skóm frá Asics.

Bæði stóru Hafnarfjarðarfélögin eru því farin úr Adidas. Fótboltalið FH leika í búningum frá Nike í sumar eftir tæp 30 ár í búningum frá Adidas. Handboltalið FH skiptir svo einnig úr Adidas í sumar.

Karlalið Hauka varð deildarmeistari og mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Kvennalið Hauka lenti í 4. sæti í Olís-deildinni og er 2-0 undir gegn Val í undanúrslitum úrslitakeppninnar.




Tengdar fréttir

FH úr Adidas í Nike

Knattspyrnudeild FH hefur skrifað undir samning við íþróttaframleiðandann Nike um að spila í vörum þeirra næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×