Tiger mættur á Mastersmótið: Mér finnst ég geta unnið aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 09:30 Tiger Woods brosandi á æfingahring á Augusta National golfvellinum. Getty/Andrew Redington Tiger Woods verður meðal keppenda á Mastersmótinu í golfi sem fer af stað á morgun og kappinn gerir sér vonir um að ná að að enda langa bið sína eftir risatitli. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum en sá síðasti kom í hús árið 2008. Það þarf að fara enn lengra aftur til að finna síðasta sigur hans á Masters en Tiger vann Mastersmótið í fjórða sinn árið 2005. Í viðtölum við blaðamenn fyrir mótið þá talaði Tiger um möguleika sína á fimmta Masters-titlinum. „Mér líður eins og ég geti unnið aftur,“ sagði þessi 43 ára gamli bandarísku kylfingur. „Ég hef sannað að ég get það ennþá með því að vera með í baráttunni á seinni tveimur risamótunum á síðasta ári,“ sagði Tiger.Mastersmótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 19.00 annað kvöld en í kvöld klukkan 19.00 verður sýnt beint frá par þrjú holukeppninni.Can Tiger Woods break his decade-long drought in the majors? He says so! Read: https://t.co/h1DAFb1kc3pic.twitter.com/REkOXEFCzf — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019„Ég var með í baráttunni á opna breska og var með forystuna. Ég átti líka endasprett á PGA-mótinu. Ég mátti bara ekki henda frá mér þessum nokkrum höggum og það tókst síðan hjá mér á Tour Championship á East Lake,“ sagði Tiger. „Miðað við vandræði mín á síðustu árum þá var það sérstakt fyrir mig að ná forystunni á fyrsta degi og enda á því að vinna mótið eftir spennandi keppni. Það var frábær dagur til að enda tímabilið,“ sagði Tiger. „Mestu máli skiptir þó að ég hef sannað fyrir sjálfum mér að ég geti spilað á þessu stigi á ný,“ sagði Toger. Tiger fór fjórum sinnum í aðgerð á baki til að ná sér góðum af meiðslum sem hafa herjað á hann. Hann er kominn upp í tólfta sæti á heimslistanum og enginn á topp ellefu hefur unnið Mastersmótið. Hann var á góðri leið með að bæta met Jack Nicklaus sem vann á sínum tíma átján risatitla. Ellefu ár án risatitils hafa þó breytt stöðunni. Jack Nicklaus var hins vegar orðinn 46 ára gamall þegar hann vann græna jakkann í sjötta sinn árið 1986. „Eftir að ég vann fjórtánda risatitilinn þá fannst mér ég geta unnið miklu fleiri risatitla. Ég hef komið mér í færi á síðustu níu á nokkrum sunnudögum en hef ekki náð að klára dæmið. Vonandi tekst mér það á þessu ári,“ saðgi Tiger. Golf Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Tiger Woods verður meðal keppenda á Mastersmótinu í golfi sem fer af stað á morgun og kappinn gerir sér vonir um að ná að að enda langa bið sína eftir risatitli. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum en sá síðasti kom í hús árið 2008. Það þarf að fara enn lengra aftur til að finna síðasta sigur hans á Masters en Tiger vann Mastersmótið í fjórða sinn árið 2005. Í viðtölum við blaðamenn fyrir mótið þá talaði Tiger um möguleika sína á fimmta Masters-titlinum. „Mér líður eins og ég geti unnið aftur,“ sagði þessi 43 ára gamli bandarísku kylfingur. „Ég hef sannað að ég get það ennþá með því að vera með í baráttunni á seinni tveimur risamótunum á síðasta ári,“ sagði Tiger.Mastersmótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 19.00 annað kvöld en í kvöld klukkan 19.00 verður sýnt beint frá par þrjú holukeppninni.Can Tiger Woods break his decade-long drought in the majors? He says so! Read: https://t.co/h1DAFb1kc3pic.twitter.com/REkOXEFCzf — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019„Ég var með í baráttunni á opna breska og var með forystuna. Ég átti líka endasprett á PGA-mótinu. Ég mátti bara ekki henda frá mér þessum nokkrum höggum og það tókst síðan hjá mér á Tour Championship á East Lake,“ sagði Tiger. „Miðað við vandræði mín á síðustu árum þá var það sérstakt fyrir mig að ná forystunni á fyrsta degi og enda á því að vinna mótið eftir spennandi keppni. Það var frábær dagur til að enda tímabilið,“ sagði Tiger. „Mestu máli skiptir þó að ég hef sannað fyrir sjálfum mér að ég geti spilað á þessu stigi á ný,“ sagði Toger. Tiger fór fjórum sinnum í aðgerð á baki til að ná sér góðum af meiðslum sem hafa herjað á hann. Hann er kominn upp í tólfta sæti á heimslistanum og enginn á topp ellefu hefur unnið Mastersmótið. Hann var á góðri leið með að bæta met Jack Nicklaus sem vann á sínum tíma átján risatitla. Ellefu ár án risatitils hafa þó breytt stöðunni. Jack Nicklaus var hins vegar orðinn 46 ára gamall þegar hann vann græna jakkann í sjötta sinn árið 1986. „Eftir að ég vann fjórtánda risatitilinn þá fannst mér ég geta unnið miklu fleiri risatitla. Ég hef komið mér í færi á síðustu níu á nokkrum sunnudögum en hef ekki náð að klára dæmið. Vonandi tekst mér það á þessu ári,“ saðgi Tiger.
Golf Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira