Handbolti

Ágúst: Stebbi er búinn að tala um það í allan vetur og ég held að hann hafi rétt fyrir sér

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Það var létt yfir Gústa í dag.
Það var létt yfir Gústa í dag. vísir/bára
„Við erum búin að spila frábærlega í vetur,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals eftir að þær tryggðu sér titilinn með sigri á Fram fyrr í dag.

„Við lentum í smá basli með sóknarleikinn í seinni hálfleik þegar þær fóru í 5+1. Við slökuðum svo bara aðeins á og Morgan steig upp, sem var frábært“ sagði Ágúst sem hrósar þar innkomu Morgan Marie Þorkelsdóttir sem steig upp á lokakaflanum

Leikurinn var jafn, 21-21, þegar 5 mínútur voru eftir en Valskonur rifi sig þá í gang, Morgan Marie steig upp eins og áður sagði og Íris Björk Símonardóttir varði allt, þar á meðal tvö víti.

„Það er ekkert nýtt að hún sé að verja, hún er frábær í rammanum og varnarleikurinn er alltaf góður, við spilum frábæra vörn með Önnu (Úrsúlu Guðmundsdóttir) þarna í miðjunni, þvílíkur leikmaður að það hálfa væri nóg.“

Ágúst getur ekki annað en talað um frammistöðu Írisar Bjarkar og Önnu Úrsúlu, þvílíkir leikmenn segir Gústi og það eru orð að sönnu. Íris Björk var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum.

Valur hefur nú unnið alla titla sem í boði eru og viðurkenni Gústi að þær séu þá líklega besta lið landsins.

„Stebbi Arnars er búinn að tala um það allan veturinn að við séum langbesta liðið á landinu svo ég held að hann hafi bara rétt fyrir sér.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×