Valdís Þóra Jónsdóttir lauk keppni í 62.-65.sæti á Lalla Maryem mótinu í golfi sem fram fór í Marokkó um helgina. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra lék lokahringinn á 76 höggum eða þremur höggum yfir pari.
Hún lauk því mótinu á samtals þrettán höggum yfir pari en það var hin spænska Nuria Iturrios sem kom, sá og sigraði á mótinu. Hún lauk keppni á samtals þrettán höggum undir pari. Saman í 2.-3.sæti voru sænsku kylfingarnir Lina Boquist og Caroline Hedwall á sex höggum undir pari.
Valdís Þóra í 62.-65.sæti í Marókko
Arnar Geir Halldórsson skrifar
