Ágúst Þór: Ætlum að leita út fyrir landsteinana Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2019 16:21 Ágúst Þór var ánægður með stigin þrjú í dag. Vísir/Anton Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var afskaplega ánægður eftir 2-0 sigur hans manna í Grindavík í dag. „Þetta var erfið fæðing og það var erfitt að eiga við Grindvíkingana, þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá. Við vorum með vindinum í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki ná að skapa nógu mikið af færum. Í seinni hálfleik þurftu þeir að koma aðeins ofar og þá opnaðist fyrir okkur. Við nýttum okkur það og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum í dag. „Það er mikilvægast af öllu að fá þrjú stig og eins og vitum er ekki mikið af glansleikjum í fyrstu umferðunum en þrjú stig er það mikilvægasta.“ Sigur Blika í dag var nokkuð sanngjarn og Grindvíkingar náðu of sjaldan að opna vörn gestanna og skapa sér opin færi. „Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég er mjög sáttur með strákana og vinnuframlagið í liðinu. Ég hefði eiginlega ekki getað beðið um það betra.“ Blikar hafa fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig á síðustu vikum. Guðjón Pétur Lýðsson kom frá KA fyrir skömmu og í vikunni bættust þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson í hópinn. Það vakti athygli að þeir fóru allir beint inn í byrjunarliðið og Ágúst sagði að hann hefði viljað fá ferska strauma inn í liðið. „Við höfum ekki verið að fá mikið af úrslitum í síðustu æfingaleikjum og ég ákvað að koma þeim öllum inn í byrjunarliðið og sjá hvort það myndi breyta einhverju og það gerði það.“ Í sambandi við komu Arnars Sveins hefur verið rætt um það að Jonathan Hendrickx sé á leið frá Blikum. „Ég á von á að hann fari til Belgíu í glugganum. Við nýtum hann fram að því. Það má alveg reikna með að við styrkjum okkur, við erum að skoða það en ekkert öruggt. Við erum þá að leita út fyrir landsteinana.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var afskaplega ánægður eftir 2-0 sigur hans manna í Grindavík í dag. „Þetta var erfið fæðing og það var erfitt að eiga við Grindvíkingana, þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá. Við vorum með vindinum í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki ná að skapa nógu mikið af færum. Í seinni hálfleik þurftu þeir að koma aðeins ofar og þá opnaðist fyrir okkur. Við nýttum okkur það og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum í dag. „Það er mikilvægast af öllu að fá þrjú stig og eins og vitum er ekki mikið af glansleikjum í fyrstu umferðunum en þrjú stig er það mikilvægasta.“ Sigur Blika í dag var nokkuð sanngjarn og Grindvíkingar náðu of sjaldan að opna vörn gestanna og skapa sér opin færi. „Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég er mjög sáttur með strákana og vinnuframlagið í liðinu. Ég hefði eiginlega ekki getað beðið um það betra.“ Blikar hafa fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig á síðustu vikum. Guðjón Pétur Lýðsson kom frá KA fyrir skömmu og í vikunni bættust þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson í hópinn. Það vakti athygli að þeir fóru allir beint inn í byrjunarliðið og Ágúst sagði að hann hefði viljað fá ferska strauma inn í liðið. „Við höfum ekki verið að fá mikið af úrslitum í síðustu æfingaleikjum og ég ákvað að koma þeim öllum inn í byrjunarliðið og sjá hvort það myndi breyta einhverju og það gerði það.“ Í sambandi við komu Arnars Sveins hefur verið rætt um það að Jonathan Hendrickx sé á leið frá Blikum. „Ég á von á að hann fari til Belgíu í glugganum. Við nýtum hann fram að því. Það má alveg reikna með að við styrkjum okkur, við erum að skoða það en ekkert öruggt. Við erum þá að leita út fyrir landsteinana.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00