Leikurinn var stórkostleg skemmtun en Víkingar komust í þrígang yfir gegn Íslandsmeisturunum. Alltaf náðu meistararnir að koma til baka og jöfnunarmarkið kom skömmu fyrir leikslok.
Flottasta mark leiksins skoraði varamaðurinn Logi Tómasson stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hann lék sér að varnarmönnum Vals áður en hann þrumaði boltanum í þaknetið.
Leikurinn var mikil skemmtun og ljóst að Pepsi Max-deildin var opnuð með stæl. Markið frábæra má sjá hér að neðan.