Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna fjölskylduástæðna. Þetta staðfesti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.
Málfríður lék allan sinn feril með Val ef frá eru talin tvö ár í Breiðabliki. Hún vann fjölda titla með báðum liðum og lék alls 234 leiki í efstu deild.
Á síðasta tímabili lék Málfríður alla 18 leiki Vals í Pepsi-deildinni og skoraði tvö mörk.
Málfríður lék 33 A-landsleiki fyrir Ísland og var í íslenska hópnum sem fór á EM 2017.
Valur tekur á móti Þór/KA í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna föstudaginn 3. maí næstkomandi.
Málfríður hætt
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
