Askja kaupir Hondu-umboðið á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2019 14:38 Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju. Fréttablaðið/Ernir Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Óvíst er um afdrif tugi starfsmanna Bernhard en til stendur að bjóða mörgum þeirra vinnu að sögn forstjóra Öskju. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að áfram verði byggt á þeim grunni og þjónustu sem viðskiptavinir Bernard þekkja og eigendur Honda-bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda. Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu en hins vegar séu kaupin í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum.Erfiður rekstur hjá Bernhard Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upphafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017. Fjallað var um reksturinn í Fréttablaðinu í október síðastliðnum. Fyrirtækið missti Peugeot-umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok 2017 en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok. Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu á árinu 2017 en þá jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu. Í dag eru um þrjátíu starfsmenn skráðir á heimasíðu Bernhard. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann vísaði á framkvæmdastjórann Gylfa Gunnarsson sem ekki hefur svarað skilaboðum. Bílar Tengdar fréttir Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Óvíst er um afdrif tugi starfsmanna Bernhard en til stendur að bjóða mörgum þeirra vinnu að sögn forstjóra Öskju. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að áfram verði byggt á þeim grunni og þjónustu sem viðskiptavinir Bernard þekkja og eigendur Honda-bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda. Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu en hins vegar séu kaupin í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum.Erfiður rekstur hjá Bernhard Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upphafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017. Fjallað var um reksturinn í Fréttablaðinu í október síðastliðnum. Fyrirtækið missti Peugeot-umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok 2017 en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok. Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu á árinu 2017 en þá jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu. Í dag eru um þrjátíu starfsmenn skráðir á heimasíðu Bernhard. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann vísaði á framkvæmdastjórann Gylfa Gunnarsson sem ekki hefur svarað skilaboðum.
Bílar Tengdar fréttir Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30