Ætlar að auka fagmennskuna í vallarmálum KR-inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 14:12 Magnús Valur Böðvarsson kominn í KR-gallann ásamt Sveinbirni Þorsteinssyni, verkefnastjóra hjá KR. KR Magnús Valur Böðvarsson hefur verið ráðinn vallastjóri hjá knattspyrnudeild KR. Þetta var tilkynnt á Twitter í gær þar sem Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá KR, handsalaði komu Magnúsar í Vesturbæinn. Magnús hefur undanfarin ár sinnt starfi vallarstjóra í Kópavogi en hann er menntaður grasvallafræðingur. Nam hann iðn sína í Skotlandi. Grasinu á Kópavogsvelli hefur eins og svo víða annars staðar verið skipt út fyrir gervigras. Helmingur liða í Pepsi Max deildinni spilar á gervigrasi í sumar. Magnús segir vistaskiptin tengjast breytingunum í Kópavogi að miklu leyti.Vill vera í grasinu „Ég vil vera þar sem menn eru með gras. Ég fann það bara síðustu mánuði að það var ekki sama ánægja hjá mér að mæta í vinnuna og verið hefur,“ segir Magnús sem hóf störf í Vesturbænum í dag. „Nú er maður mættur til starfa, að sinna grasinu og brosir allan hringinn.“ Hann kveður Kópavoginn með söknuði en stoltur af sínu starfi, bæði fyrir Breiðablik og HK. Hann segir það ekki svo að KR hafi stolið sér úr Kópavoginum. „Nei nei, þeir höfðu bara samband og voru að leita að vallarstjóra hjá sér. Við náðum að komast að samkomulagi.“ En lítur hann á það sem skref upp á við að fara af Kópavogsvelli og á KR-völlinn? „Þetta er allt önnur staða í raun og veru. Kópavogsvöllurinn var í rekstri hjá bænum en völlurinn virðist vera meira hjá klúbbnum hérna. Tækjalega séð var Kópavogsvöllur gríðarlega vel settur,“ segir Magnús. Aðkoma borgarinnar að þeim málum í Vesturbænum sé hins vegar ekki jafn mikil.KR hjartað byrjað að slá Hann ætlar sér stóra hluti með KR-svæðið sem samanstendur af keppnisvellinum við Kaplaskjólsveg, æfingagrassvæði sem er á stærð við tvo knattspyrnuvelli á milli íþróttahússins og Flyðrugranda og svo gervigrassvallarins auk grassvæðis við Starhaga, við enda Ægissíðu. „Ég ætla að gera fagmennskuna meiri,“ segir Magnús um störf sín í vallarmálum KR-inga. Það muni taka smá tíma en hann er nú þegar að verða svartur og hvítur. „KR hjartað er byrjað að slá. Er þetta ekki sigursælasti klúbbur í sögu landsins?“ Fyrsti leikur karlaliðs KR í deildinni verður á KR-vellinum sunnudaginn 5. maí. Konurnar taka á móti Val þann 8. maí.Vallarstjóri ársins árið 2018 er mættur til starfa, bjóðum hann velkominn @zicknut pic.twitter.com/Kvm6NJrQxx— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2019 Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Magnús Valur Böðvarsson hefur verið ráðinn vallastjóri hjá knattspyrnudeild KR. Þetta var tilkynnt á Twitter í gær þar sem Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá KR, handsalaði komu Magnúsar í Vesturbæinn. Magnús hefur undanfarin ár sinnt starfi vallarstjóra í Kópavogi en hann er menntaður grasvallafræðingur. Nam hann iðn sína í Skotlandi. Grasinu á Kópavogsvelli hefur eins og svo víða annars staðar verið skipt út fyrir gervigras. Helmingur liða í Pepsi Max deildinni spilar á gervigrasi í sumar. Magnús segir vistaskiptin tengjast breytingunum í Kópavogi að miklu leyti.Vill vera í grasinu „Ég vil vera þar sem menn eru með gras. Ég fann það bara síðustu mánuði að það var ekki sama ánægja hjá mér að mæta í vinnuna og verið hefur,“ segir Magnús sem hóf störf í Vesturbænum í dag. „Nú er maður mættur til starfa, að sinna grasinu og brosir allan hringinn.“ Hann kveður Kópavoginn með söknuði en stoltur af sínu starfi, bæði fyrir Breiðablik og HK. Hann segir það ekki svo að KR hafi stolið sér úr Kópavoginum. „Nei nei, þeir höfðu bara samband og voru að leita að vallarstjóra hjá sér. Við náðum að komast að samkomulagi.“ En lítur hann á það sem skref upp á við að fara af Kópavogsvelli og á KR-völlinn? „Þetta er allt önnur staða í raun og veru. Kópavogsvöllurinn var í rekstri hjá bænum en völlurinn virðist vera meira hjá klúbbnum hérna. Tækjalega séð var Kópavogsvöllur gríðarlega vel settur,“ segir Magnús. Aðkoma borgarinnar að þeim málum í Vesturbænum sé hins vegar ekki jafn mikil.KR hjartað byrjað að slá Hann ætlar sér stóra hluti með KR-svæðið sem samanstendur af keppnisvellinum við Kaplaskjólsveg, æfingagrassvæði sem er á stærð við tvo knattspyrnuvelli á milli íþróttahússins og Flyðrugranda og svo gervigrassvallarins auk grassvæðis við Starhaga, við enda Ægissíðu. „Ég ætla að gera fagmennskuna meiri,“ segir Magnús um störf sín í vallarmálum KR-inga. Það muni taka smá tíma en hann er nú þegar að verða svartur og hvítur. „KR hjartað er byrjað að slá. Er þetta ekki sigursælasti klúbbur í sögu landsins?“ Fyrsti leikur karlaliðs KR í deildinni verður á KR-vellinum sunnudaginn 5. maí. Konurnar taka á móti Val þann 8. maí.Vallarstjóri ársins árið 2018 er mættur til starfa, bjóðum hann velkominn @zicknut pic.twitter.com/Kvm6NJrQxx— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2019
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð