Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2019 23:00 Farþegar ganga um borð í Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Farþegum innanlandsflugs fækkaði um tíu prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, eftir nærri fimm prósenta fækkun í fyrra. Rætt var við Boga Nils Bogason í fréttum Stöðvar 2. Farþegum innanlandsflugsins hafði, samkvæmt tölum Isavia, fjölgað fjögur ár í röð til ársins 2017, þegar heildarfjöldinn náði tæplega 772 þúsund farþegum. En í fyrra stöðvaðist vöxturinn og flugu 34 þúsund færri farþegar innanlands á síðasta ári miðað við árið á undan, fækkaði niður í 737 þúsund farþega. Dótturfélag Icelandair, sem formlega hefur enn firmaheitið Flugfélag Íslands, er langstærst á markaðnum og þar hafa menn áhyggjur.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Afkoma innanlandsflugsins hefur verið mjög slæm, bara í hreinskilni sagt, að undanförnu, og við þurfum að bregðast við. Og það hefur verið brugðist við. Það er búið að grípa til ýmissa aðgerða þar inni. Eftirspurnin er því miður ekkert sérstaklega sterk á innanlandsmarkaðnum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Tölur Isavia fyrstu þrjá mánuði þessa árs sýna að farþegum fækkaði um tæp tíu prósent frá sama tíma í fyrra eða sem nemur 17 þúsund manns. Fjöldinn fór úr 179 þúsund farþegum á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs niður í 162 þúsund á sama tíma í ár. Bogi segir að allt sé nú til skoðunar til að gera reksturinn sjálfbæran, þannig hafi flugáætlun verið skorin niður. „Við höfum verið að skera niður framboðið og áætlunina. Það er alltaf hætta á því þegar þú ert í flugstarfsemi, - í rauninni tíðni býr til eftirspurn. Þannig er svolítið þessi flugmarkaður. Og það er ákveðin hætta á því þegar við þurfum að skera niður framboð út af lélegri eftirspurn að það í rauninni bara haldi áfram. Þannig að við þurfum að skoða málið mjög alvarlega,“ segir forstjóri Icelandair.Bombardier Q400 vélar hafa tímabundið verið settar í millilandaflug til Bergen en Bogi segir ekki áform um að nýta þær vélar til sóknar á nýja markaði erlendis. „Við erum að nota núna Q400 vélarnar til dæmis eitthvað til Noregs út af rauninni stöðunni á MAX-vélunum. Þannig að þær geta hentað ágætlega inn á svona nærmarkaði í millilandaflugi. En það er ekki á stefnuskránni núna að fara að útvíkka í rauninni hvert Q400 vélarnar fljúga,“ segir Bogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Byggðamál Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Farþegum innanlandsflugs fækkaði um tíu prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, eftir nærri fimm prósenta fækkun í fyrra. Rætt var við Boga Nils Bogason í fréttum Stöðvar 2. Farþegum innanlandsflugsins hafði, samkvæmt tölum Isavia, fjölgað fjögur ár í röð til ársins 2017, þegar heildarfjöldinn náði tæplega 772 þúsund farþegum. En í fyrra stöðvaðist vöxturinn og flugu 34 þúsund færri farþegar innanlands á síðasta ári miðað við árið á undan, fækkaði niður í 737 þúsund farþega. Dótturfélag Icelandair, sem formlega hefur enn firmaheitið Flugfélag Íslands, er langstærst á markaðnum og þar hafa menn áhyggjur.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Afkoma innanlandsflugsins hefur verið mjög slæm, bara í hreinskilni sagt, að undanförnu, og við þurfum að bregðast við. Og það hefur verið brugðist við. Það er búið að grípa til ýmissa aðgerða þar inni. Eftirspurnin er því miður ekkert sérstaklega sterk á innanlandsmarkaðnum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Tölur Isavia fyrstu þrjá mánuði þessa árs sýna að farþegum fækkaði um tæp tíu prósent frá sama tíma í fyrra eða sem nemur 17 þúsund manns. Fjöldinn fór úr 179 þúsund farþegum á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs niður í 162 þúsund á sama tíma í ár. Bogi segir að allt sé nú til skoðunar til að gera reksturinn sjálfbæran, þannig hafi flugáætlun verið skorin niður. „Við höfum verið að skera niður framboðið og áætlunina. Það er alltaf hætta á því þegar þú ert í flugstarfsemi, - í rauninni tíðni býr til eftirspurn. Þannig er svolítið þessi flugmarkaður. Og það er ákveðin hætta á því þegar við þurfum að skera niður framboð út af lélegri eftirspurn að það í rauninni bara haldi áfram. Þannig að við þurfum að skoða málið mjög alvarlega,“ segir forstjóri Icelandair.Bombardier Q400 vélar hafa tímabundið verið settar í millilandaflug til Bergen en Bogi segir ekki áform um að nýta þær vélar til sóknar á nýja markaði erlendis. „Við erum að nota núna Q400 vélarnar til dæmis eitthvað til Noregs út af rauninni stöðunni á MAX-vélunum. Þannig að þær geta hentað ágætlega inn á svona nærmarkaði í millilandaflugi. En það er ekki á stefnuskránni núna að fara að útvíkka í rauninni hvert Q400 vélarnar fljúga,“ segir Bogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Byggðamál Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00
Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43