Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 0-2 | Cloé og Clara afgreiddu nýliðanna Gabríel Sighvatsson skrifar 7. maí 2019 21:00 Úr leik hjá ÍBV síðasta sumar. Keflavík tók á móti ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í dag. Hvorugt liðið var með stig fyrir leikinn í dag. Keflavík fékk tvö mörk á sig í síðasta leik og ÍBV náði einnig að setja tvö mörk á Keflavík í dag. Í upphafi leiks var jafnræði með liðunum og bæði lið sóttu og mörg færi fóru forgörðum. Það dró til tíðinda um miðbik fyrri hálfleiks þegar góð hornspyrna Keflavíkur skilaði sér í marki að því heimamenn héldu. Þær virtust hafa náð að pota boltanum yfir marklínuna í þvögunni sem skapaðist eftir hornspyrnuna og ef ekki þá hefði líklegast átt að dæma hendi og víti á leikmann ÍBV sem virtist hreinlega verja skot með hendinni strax í kjölfarið. Dómarinn dæmdi ekkert. Þar af leiðandi var staðan markalaus í hálfleik. Eyjastúlkur komu sterkar til leiks í seinni hálfleiks og tók það Cloé Lacasse einungis 7 mínútur að brjóta ísinn fyrir gestina þegar hún slapp inn fyrir vörn Keflavíkur og renndi boltanum í fjærhornið. ÍBV hélt áfram að stjórna leiknum og gaf fá færi á sér. Þegar 6 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma átti Emma Rose Kelly góðan sprett upp hægri kantinn, lagði boltann fyrir og á endanum á fyrirgjöfinni var Clara Sigurðardóttir sem kom boltnaum í netið og tvöfaldaði hún forystu ÍBV. Leiknum lauk með 2-0 sigri ÍBV sem fengu fyrstu 3 stigin sín í deildinni í sumar.Af hverju vann ÍBV?Í fyrri hálfleik skapaði liðið sér urmul færa og var það í raun ótrúlegt að þeim skyldi ekki hafa tekist að skora þegar flautað var til hálfleiks. Aftur á móti var það sem virtist vera löglegt mark hjá Keflavík ekki dæmt og því gátu bæði lið gengið fúl til búningsherbergja. Eyjastúlkur spiluðu betur í seinni hálfleik og þar kom gæðamunur liðanna í ljós. Cloé og Clara gerðu vel í mörkum sínum en vörnin hjá Keflavík hafði ekki nógu góðar gætur á þeim í mörkunum.Hvað gekk illa?Að skora. Bæði lið fóru illa með mörg færi í leiknum sérstaklega í fyrri hálfleik. Þar dugði oft til að hitta bara á markið en það tókst mjög sjaldan í leiknum í dag. Það var mikill strekkingur og það hafði klárlega áhrif á leikinn. Markið sem Keflavík skoraði ekki kom upp úr hornspyrnu þar sem vindurinn feykti boltanum nánast inn í markið úr spyrnunni. Hverjir stóðu upp úr?Cloé Lacasse er alltaf stórhættuleg þegar hún spilar og hraði hennar og leikni skapaði mikil vandræði fyrir Keflavík. Þá stjórnaði miðjan hjá ÍBV leiknum vel í seinni hálfleik og þar fór Sísí Lára fremst í fararbroddi. Hvað gerist næst?Keflavík fær heldur betur verðugt verkefni þegar þær fá Íslandsmeistarana í Breiðablik í heimsókn á Nettó-völlinn og verður gaman að sjá hvað nýliðarnir geta boðið upp á gegn einu besta liði landsins. ÍBV tekur á móti öðru stórliði þegar Þór/KA fer til Vestmannaeyja. Jón Óli: Skil ekki hvernig þær skora ekki„Ég er gríðarlega sáttur með þennan sigur. Ég var ofboðslega hræddur í hálfleik, við vorum búnar að brenna nokkrum dauðafærum og við þekkjum hvernig saga knattspyrnunnar er, ef þú nýtir ekki færin þín þá tapar þú, alveg sama hvað þú ert góður.” sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, eftir góðan 2-0 sigur á Keflavík. „Við fórum mjög vel yfir það í hálfleik að þarf ekki nema eitt augnablik til að gleyma sér og þá er Keflavík bara búið að skora. Við héldum fókus í dag og ég er gríðarlega ánægður með 3 stig.” Það var mikill vindur á vellinum og hann hafði klárlega áhrif á leikinn en á endanum kom það ekki að sök fyrir ÍBV. „Ég held í tilfelli þessa dags, þá var betra að spila undan vindinum. Yfirleitt er betra að spila gegn vindi en einhvern veginn axlaðist þetta þannig í dag að það lá betur fyrir með vindinn í bakið.” „Auðvitað er alltaf léttir, ef menn tapa fyrsta leik, að vinna næsta leik. Við erum ekkert óvanir því allavega karla megin að vera að reka lestina fyrstu umferðir áður en við förum í gang. Þar hef ég verið undanfarin 2 ár en kominn aftur hérna og þvílíkur léttir að hafa unnið þennan leik. Keflavíkur liðið er gríðarlega gott, vel mannað og frábærar fótboltastelpur. Þær eiga eftir að láta að sér kveða í sumar.” sagði Jón Óli en honum var virkilega létt þegar stelpurnar hans komu boltanum loks í netið í seinni hálfleik. Þá segir hann að lykilatriðið hafi verið að halda haus. „Þessir blessuðu sóknarmennn, maður gjörsamlega skilur ekki hvernig þær fara að því að skora ekki. En svona er lífið og það sem skipti öllu máli í dag, eftir að hafa misnotað þessi færi í fyrri hálfleik, var að við héldum plani og héldum einbeitingu úr leikinn og það reið baggamuninn hér.”Gunnar Magnús: Vorum snuðaðar um markGunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur að leikslokum en honum fannst eflaust stelpurnar hans hafa verið rændar í dag. „Mér líður bara bölvanlega, finnst það algjör óþarfi að hafa tapað þessum leik. Þetta var hörkuleikur, í fyrri hálfleik vorum við öflugar en hefði viljað setja mark. Vindurinn setti töluverðan svip á þennan leik, við teljum okkur hafa verið snuðaðar um mark í fyrri hálfleik þegar boltinn var kominn inn fyrir línuna,” „Dómararnir sáu það ekki en það er víst ekki í fyrsta skiptið sem það gerist í fótbolta og í kjölfarið sem þær notuðu hendurnar.” sagði Gunnar Magnús og hélt áfram. „Það var mikill darraðadans inni í teignum, boltinn fór klárlega yfir línuna og í kjölfarið verja þær með hendinni. Ég þarf að skoða það betur en ég er fullviss um það að við vorum aðeins snuðaðar þarna.” „Við vorum að ná þeim ágætlega í fyrri hálfleik og það hefði verið gríðarlega sterkt að setja mark. En það gekk ekki, því miður.” Í fyrri hálfleik fékk liðið tækifæri en í seinni hálfleik náði Eyjaliðið að loka á þær og þær sköpuðu sér varla nein færi. Þá benti Gunnar á að aðstæðurnar hefðu verið óhagstæðar í seinni hálfleik. „Aðstæður voru erfiðar, það er sterkur vindur og erfiðara að spila á móti vindi og við náðum ekki að skapa neitt í seinni hálfleiknum. Stelpurnar eru að stíga sín fyrstu skref í þessari deild og þetta eru töluverð viðbrigði að spila í efstu deild. Við erum með ungt og reynslulítið lið. Mörg lið í deildinni eru mjög ung en við erum ekki með marga leikmenn í hópnum sem hafa spilað í efstu deild, einungis 5.” „Margir leikmenn eru með 100 leiki og mörg lið með 300, 500 eða jafnvel þúsund leiki. Reynslan telur mikið þegar maður er kominn í deild þeirra besta, við erum að vinna í því og það tekur smá tíma.”Sísí Lára: Nýttum styrkleika okkar„Þetta var mjög góður sigur hjá okkur. Við byrjuðum leikinn af krafti, við sköpum fín færi í fyrri. Aftur á móti var þetta jafn leikur en við nýttum styrkleika okkar fram á við og skorum tvö mörk.” sagði Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður ÍBV, eftir 2-0 sigur dagsins. Leikmenn ÍBV fóru illa með færi sín í fyrri hálfleik en bættu upp fyrir það í seinni hálfleik með tveimur mörkum. „Heldur betur, en við neituðum að gefast upp. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að nýta okkar færi og það gekk virkilega vel.” „Við náðum að færa boltann vel á milli kanta og svo skapast svæði fyrir Cloé (Lacasse) sem er virkilega öflug að fara með boltann þannig að það var mjög vel gert.” ÍBV tapaði fyrsta leik sínum á heimavelli en átti góðan leik í dag og það var mikilvægt fyrir þær að koma strax til baka með sigri. „Mér fannst við virkilega sterkar á móti Breiðablik. 2-0 á móti þeim var allt í lagi en við hefðum viljað sigur. Það er virkilega gott að koma til baka og taka 3 stig á útivelli.” Emma Rose Kelly var skipt af velli undir lok leiks og virtist í góðu ásigkomulagi en eftir leik fréttist að sjúkrabíll væri á leiðinni að ná í hana. „Hún bara datt út, meðvitundarleysi eða eitthvað. Kannski vantaði smá orku í hana, þetta er ekkert alvarlegt.” Pepsi Max-deild kvenna
Keflavík tók á móti ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í dag. Hvorugt liðið var með stig fyrir leikinn í dag. Keflavík fékk tvö mörk á sig í síðasta leik og ÍBV náði einnig að setja tvö mörk á Keflavík í dag. Í upphafi leiks var jafnræði með liðunum og bæði lið sóttu og mörg færi fóru forgörðum. Það dró til tíðinda um miðbik fyrri hálfleiks þegar góð hornspyrna Keflavíkur skilaði sér í marki að því heimamenn héldu. Þær virtust hafa náð að pota boltanum yfir marklínuna í þvögunni sem skapaðist eftir hornspyrnuna og ef ekki þá hefði líklegast átt að dæma hendi og víti á leikmann ÍBV sem virtist hreinlega verja skot með hendinni strax í kjölfarið. Dómarinn dæmdi ekkert. Þar af leiðandi var staðan markalaus í hálfleik. Eyjastúlkur komu sterkar til leiks í seinni hálfleiks og tók það Cloé Lacasse einungis 7 mínútur að brjóta ísinn fyrir gestina þegar hún slapp inn fyrir vörn Keflavíkur og renndi boltanum í fjærhornið. ÍBV hélt áfram að stjórna leiknum og gaf fá færi á sér. Þegar 6 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma átti Emma Rose Kelly góðan sprett upp hægri kantinn, lagði boltann fyrir og á endanum á fyrirgjöfinni var Clara Sigurðardóttir sem kom boltnaum í netið og tvöfaldaði hún forystu ÍBV. Leiknum lauk með 2-0 sigri ÍBV sem fengu fyrstu 3 stigin sín í deildinni í sumar.Af hverju vann ÍBV?Í fyrri hálfleik skapaði liðið sér urmul færa og var það í raun ótrúlegt að þeim skyldi ekki hafa tekist að skora þegar flautað var til hálfleiks. Aftur á móti var það sem virtist vera löglegt mark hjá Keflavík ekki dæmt og því gátu bæði lið gengið fúl til búningsherbergja. Eyjastúlkur spiluðu betur í seinni hálfleik og þar kom gæðamunur liðanna í ljós. Cloé og Clara gerðu vel í mörkum sínum en vörnin hjá Keflavík hafði ekki nógu góðar gætur á þeim í mörkunum.Hvað gekk illa?Að skora. Bæði lið fóru illa með mörg færi í leiknum sérstaklega í fyrri hálfleik. Þar dugði oft til að hitta bara á markið en það tókst mjög sjaldan í leiknum í dag. Það var mikill strekkingur og það hafði klárlega áhrif á leikinn. Markið sem Keflavík skoraði ekki kom upp úr hornspyrnu þar sem vindurinn feykti boltanum nánast inn í markið úr spyrnunni. Hverjir stóðu upp úr?Cloé Lacasse er alltaf stórhættuleg þegar hún spilar og hraði hennar og leikni skapaði mikil vandræði fyrir Keflavík. Þá stjórnaði miðjan hjá ÍBV leiknum vel í seinni hálfleik og þar fór Sísí Lára fremst í fararbroddi. Hvað gerist næst?Keflavík fær heldur betur verðugt verkefni þegar þær fá Íslandsmeistarana í Breiðablik í heimsókn á Nettó-völlinn og verður gaman að sjá hvað nýliðarnir geta boðið upp á gegn einu besta liði landsins. ÍBV tekur á móti öðru stórliði þegar Þór/KA fer til Vestmannaeyja. Jón Óli: Skil ekki hvernig þær skora ekki„Ég er gríðarlega sáttur með þennan sigur. Ég var ofboðslega hræddur í hálfleik, við vorum búnar að brenna nokkrum dauðafærum og við þekkjum hvernig saga knattspyrnunnar er, ef þú nýtir ekki færin þín þá tapar þú, alveg sama hvað þú ert góður.” sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, eftir góðan 2-0 sigur á Keflavík. „Við fórum mjög vel yfir það í hálfleik að þarf ekki nema eitt augnablik til að gleyma sér og þá er Keflavík bara búið að skora. Við héldum fókus í dag og ég er gríðarlega ánægður með 3 stig.” Það var mikill vindur á vellinum og hann hafði klárlega áhrif á leikinn en á endanum kom það ekki að sök fyrir ÍBV. „Ég held í tilfelli þessa dags, þá var betra að spila undan vindinum. Yfirleitt er betra að spila gegn vindi en einhvern veginn axlaðist þetta þannig í dag að það lá betur fyrir með vindinn í bakið.” „Auðvitað er alltaf léttir, ef menn tapa fyrsta leik, að vinna næsta leik. Við erum ekkert óvanir því allavega karla megin að vera að reka lestina fyrstu umferðir áður en við förum í gang. Þar hef ég verið undanfarin 2 ár en kominn aftur hérna og þvílíkur léttir að hafa unnið þennan leik. Keflavíkur liðið er gríðarlega gott, vel mannað og frábærar fótboltastelpur. Þær eiga eftir að láta að sér kveða í sumar.” sagði Jón Óli en honum var virkilega létt þegar stelpurnar hans komu boltanum loks í netið í seinni hálfleik. Þá segir hann að lykilatriðið hafi verið að halda haus. „Þessir blessuðu sóknarmennn, maður gjörsamlega skilur ekki hvernig þær fara að því að skora ekki. En svona er lífið og það sem skipti öllu máli í dag, eftir að hafa misnotað þessi færi í fyrri hálfleik, var að við héldum plani og héldum einbeitingu úr leikinn og það reið baggamuninn hér.”Gunnar Magnús: Vorum snuðaðar um markGunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur að leikslokum en honum fannst eflaust stelpurnar hans hafa verið rændar í dag. „Mér líður bara bölvanlega, finnst það algjör óþarfi að hafa tapað þessum leik. Þetta var hörkuleikur, í fyrri hálfleik vorum við öflugar en hefði viljað setja mark. Vindurinn setti töluverðan svip á þennan leik, við teljum okkur hafa verið snuðaðar um mark í fyrri hálfleik þegar boltinn var kominn inn fyrir línuna,” „Dómararnir sáu það ekki en það er víst ekki í fyrsta skiptið sem það gerist í fótbolta og í kjölfarið sem þær notuðu hendurnar.” sagði Gunnar Magnús og hélt áfram. „Það var mikill darraðadans inni í teignum, boltinn fór klárlega yfir línuna og í kjölfarið verja þær með hendinni. Ég þarf að skoða það betur en ég er fullviss um það að við vorum aðeins snuðaðar þarna.” „Við vorum að ná þeim ágætlega í fyrri hálfleik og það hefði verið gríðarlega sterkt að setja mark. En það gekk ekki, því miður.” Í fyrri hálfleik fékk liðið tækifæri en í seinni hálfleik náði Eyjaliðið að loka á þær og þær sköpuðu sér varla nein færi. Þá benti Gunnar á að aðstæðurnar hefðu verið óhagstæðar í seinni hálfleik. „Aðstæður voru erfiðar, það er sterkur vindur og erfiðara að spila á móti vindi og við náðum ekki að skapa neitt í seinni hálfleiknum. Stelpurnar eru að stíga sín fyrstu skref í þessari deild og þetta eru töluverð viðbrigði að spila í efstu deild. Við erum með ungt og reynslulítið lið. Mörg lið í deildinni eru mjög ung en við erum ekki með marga leikmenn í hópnum sem hafa spilað í efstu deild, einungis 5.” „Margir leikmenn eru með 100 leiki og mörg lið með 300, 500 eða jafnvel þúsund leiki. Reynslan telur mikið þegar maður er kominn í deild þeirra besta, við erum að vinna í því og það tekur smá tíma.”Sísí Lára: Nýttum styrkleika okkar„Þetta var mjög góður sigur hjá okkur. Við byrjuðum leikinn af krafti, við sköpum fín færi í fyrri. Aftur á móti var þetta jafn leikur en við nýttum styrkleika okkar fram á við og skorum tvö mörk.” sagði Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður ÍBV, eftir 2-0 sigur dagsins. Leikmenn ÍBV fóru illa með færi sín í fyrri hálfleik en bættu upp fyrir það í seinni hálfleik með tveimur mörkum. „Heldur betur, en við neituðum að gefast upp. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að nýta okkar færi og það gekk virkilega vel.” „Við náðum að færa boltann vel á milli kanta og svo skapast svæði fyrir Cloé (Lacasse) sem er virkilega öflug að fara með boltann þannig að það var mjög vel gert.” ÍBV tapaði fyrsta leik sínum á heimavelli en átti góðan leik í dag og það var mikilvægt fyrir þær að koma strax til baka með sigri. „Mér fannst við virkilega sterkar á móti Breiðablik. 2-0 á móti þeim var allt í lagi en við hefðum viljað sigur. Það er virkilega gott að koma til baka og taka 3 stig á útivelli.” Emma Rose Kelly var skipt af velli undir lok leiks og virtist í góðu ásigkomulagi en eftir leik fréttist að sjúkrabíll væri á leiðinni að ná í hana. „Hún bara datt út, meðvitundarleysi eða eitthvað. Kannski vantaði smá orku í hana, þetta er ekkert alvarlegt.”
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti