Ólafía komin inn á opna bandaríska Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2019 09:00 Ólafía Þórunn kampakát í Kaliforníu. mynd/ólafía þórunn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér í nótt farseðilinn á opna bandaríska meistaramótið í golfi en hún gerði sér lítið fyrir og vann úrtökumót í Kaliforníu. Spilaðir voru tveir hringir en Ólafía lék hringina tvo á samtals 139 höggum eða fimm höggum undir pari. Hún fór fyrri hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og þann síðari á tveimur höggum undir. Í heildina fékk Ólafía Þórunn tíu fugla á holunum 36 sem spilaðar voru og fimm skolla en aðeins sigurvegarinn á úrtökumótinu í nótt átti möguleika á keppnisrétt á opna bandaríska sem er eitt af fimm risamótum ársins í kvennagolfinu. Spennan var mikil því Dottie Ardina varð í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eða höggi á eftir Ólafíu. Hún er fyrsti varamaður inn af þessu móti og Naomi Soifua er annar varamaður. Þetta verður annað árið í röð sem að Ólafía spilar á opna bandaríska meistaramótinu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn þar á síðasta ári. Þá verður þetta í sjöunda sinn sem að Ólafía spilar á risamóti á síðustu þremur árum. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér í nótt farseðilinn á opna bandaríska meistaramótið í golfi en hún gerði sér lítið fyrir og vann úrtökumót í Kaliforníu. Spilaðir voru tveir hringir en Ólafía lék hringina tvo á samtals 139 höggum eða fimm höggum undir pari. Hún fór fyrri hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og þann síðari á tveimur höggum undir. Í heildina fékk Ólafía Þórunn tíu fugla á holunum 36 sem spilaðar voru og fimm skolla en aðeins sigurvegarinn á úrtökumótinu í nótt átti möguleika á keppnisrétt á opna bandaríska sem er eitt af fimm risamótum ársins í kvennagolfinu. Spennan var mikil því Dottie Ardina varð í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eða höggi á eftir Ólafíu. Hún er fyrsti varamaður inn af þessu móti og Naomi Soifua er annar varamaður. Þetta verður annað árið í röð sem að Ólafía spilar á opna bandaríska meistaramótinu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn þar á síðasta ári. Þá verður þetta í sjöunda sinn sem að Ólafía spilar á risamóti á síðustu þremur árum.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira