Hætti óvænt með tvö kvennalið á rúmum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 12:26 Elías Már var kynntur til leiks sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í maí í fyrra. HSÍ Elías Már Halldórsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í handbolta. Rúmur mánuður er síðan Elías Már hætti skyndilega með kvennalið Hauka í handbolta þegar einum leik var ólokið af Olísdeildinni og úrslitakeppnin, hápunktur keppnistímabilsins, framundan.Fram kom í tilkynningu Hauka þann 1. apríl að Elías hefði óskað eftir að hætta þjálfun liðsins. Það væri sameiginleg niðurstaða handknattleiksdeildar og Elíasar að hann léti af störfum um leið. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir Elías Má hafa hætt af persónulegum ástæðum. Það sé löngu afgreitt. Aðspurður um ástæðurnar segir hann Elíasar Más að svara því. „Ég bara get það ekki. Það varð bara samkomulag um starfslok, því miður,“ segir Þorgeir. Miklar kjaftasögur séu um brotthvarf hans en það sé Elíasar að tjá sig um það. Elías Már vill lítið segja upp brotthvarf sitt frá Haukum skömmu fyrir úrslitakeppnina.Elías Már er hættur hjá Haukum.vísir/bára„Ég ætla svo sem ekkert að fara að tjá mig neitt um þetta,“ segir Elías Már. Hann segir ekkert annað hafa legið að baki starfslokunum á þessum sérstaka tímapunkti en að best væri að hann hætti á þessum tímapunkti því hann væri á leiðinni til starfa hjá HK. „Ég er bara hættur í Haukum og tekinn til starfa hjá HK.“ Elías Már tók um mánaðarmótin við starfi yfirþjálfara HK og þjálfar auk þess karlalið félagsins á næstu leiktíð. Hann segist hafa hafið störf hjá HK fyrr en ætlað var, nú um mánaðamótin, og hann því ekki getað sinnt starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara lengur. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segist sömuleiðis hafa heyrt kjaftasögur um ástæður starfsloka Elíasar Más hjá Haukum. Þær kjaftasögur tengist þó á engan hátt starfsflokum hans hjá HSÍ. Elías Már hafi hætt að eigin frumkvæði vegna anna í nýja starfinu hjá HK. Róbert reiknar með að tilkynnt verði um nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara í dag á sama tíma og kynntur verður nýr landsliðshópur fyrir komandi verkefni.Uppfært klukkan 12:36Óskar Bjarni Óskarsson tekur við starfi Elíasar Más. Nánar má lesa um landsliðshópinn fyrir leikina gegn b-liði Noregs og umspilsleikina við Spán hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira
Elías Már Halldórsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í handbolta. Rúmur mánuður er síðan Elías Már hætti skyndilega með kvennalið Hauka í handbolta þegar einum leik var ólokið af Olísdeildinni og úrslitakeppnin, hápunktur keppnistímabilsins, framundan.Fram kom í tilkynningu Hauka þann 1. apríl að Elías hefði óskað eftir að hætta þjálfun liðsins. Það væri sameiginleg niðurstaða handknattleiksdeildar og Elíasar að hann léti af störfum um leið. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir Elías Má hafa hætt af persónulegum ástæðum. Það sé löngu afgreitt. Aðspurður um ástæðurnar segir hann Elíasar Más að svara því. „Ég bara get það ekki. Það varð bara samkomulag um starfslok, því miður,“ segir Þorgeir. Miklar kjaftasögur séu um brotthvarf hans en það sé Elíasar að tjá sig um það. Elías Már vill lítið segja upp brotthvarf sitt frá Haukum skömmu fyrir úrslitakeppnina.Elías Már er hættur hjá Haukum.vísir/bára„Ég ætla svo sem ekkert að fara að tjá mig neitt um þetta,“ segir Elías Már. Hann segir ekkert annað hafa legið að baki starfslokunum á þessum sérstaka tímapunkti en að best væri að hann hætti á þessum tímapunkti því hann væri á leiðinni til starfa hjá HK. „Ég er bara hættur í Haukum og tekinn til starfa hjá HK.“ Elías Már tók um mánaðarmótin við starfi yfirþjálfara HK og þjálfar auk þess karlalið félagsins á næstu leiktíð. Hann segist hafa hafið störf hjá HK fyrr en ætlað var, nú um mánaðamótin, og hann því ekki getað sinnt starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara lengur. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segist sömuleiðis hafa heyrt kjaftasögur um ástæður starfsloka Elíasar Más hjá Haukum. Þær kjaftasögur tengist þó á engan hátt starfsflokum hans hjá HSÍ. Elías Már hafi hætt að eigin frumkvæði vegna anna í nýja starfinu hjá HK. Róbert reiknar með að tilkynnt verði um nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara í dag á sama tíma og kynntur verður nýr landsliðshópur fyrir komandi verkefni.Uppfært klukkan 12:36Óskar Bjarni Óskarsson tekur við starfi Elíasar Más. Nánar má lesa um landsliðshópinn fyrir leikina gegn b-liði Noregs og umspilsleikina við Spán hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira