Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 5-2 | Valskonur sendu skýr skilaboð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2019 20:45 Guðný Árnadóttir lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Val í kvöld. Vísir/Bára Valur sendi keppinautum sínum um Íslandsmeistaratitilinn skýr skilaboð með frábærum sigri, 5-2, á Þór/KA í lokaleik 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu fyrir Val í leiknum. Valskonur voru 1-2 undir í hálfleik en léku á als oddi í seinni hálfleik þar sem þær skoruðu fjögur mörk og hefðu hæglega getað skorað fleiri. Hlín kom Val yfir á 6. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sendingu Elínar Mettu Jensen. Sú síðarnefnda átti svo skot í stöng skömmu síðar. Á 26. mínútu jafnaði Karen María Sigurgeirsdóttir metin með skoti af löngu færi sem fór yfir Söndru Sigurðardóttur í marki Vals. Aðeins tveimur mínútum síðar bjargaði Guðný Árnadóttir á línu frá Söndru Mayor. Á 33. mínútu kom Andrea Mist Pálsdóttir gestunum yfir þegar fyrirgjöf hennar sveif yfir Söndru. Þór/KA var sterkari aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en mörkin urðu ekki fleiri. Í seinni hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. Valskonur spiluðu frábærlega og voru með öll völd á vellinum. Fanndís Friðriksdóttir jafnaði á 47. mínútu og skömmu síðar átti hún skot í stöngina. Valur komst yfir á 54. mínútu þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, skoraði sjálfsmark. Valskonur litu ekki til baka eftir þetta og Hlín bætti tveimur skallamörkum við áður en yfir lauk. Dóra María Lárusdóttir lagði fyrra markið upp og Margrét Lára Viðarsdóttir það síðara. Margrét Lára lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Val í tvö ár í kvöld og lék vel, sérstaklega í seinni hálfleik.Valur var miklu sterkari í seinni hálfleik eftir að hafa verið undir þegar liðin gengu til búningsherbergja.vísir/báraAf hverju vann Valur? Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik náði Valur heljartaki í leiknum í þeim seinni. Sóknarleikurinn var beittur og vörn Þórs/KA réði ekkert við fjóra fremstu leikmenn Vals. Hlín og Fanndís voru síógnandi á köntunum og Margrét Lára og Elín Metta alltaf hættulegar. Valsvörnin var tæp í fyrri hálfleik en gaf engin færi á sér eftir hlé. Þór/KA lék að mörgu leyti vel í fyrri hálfleik en í þeim seinni voru Norðankonur undir á öllum sviðum leiksins.Hverjar stóðu upp úr? Hlín byrjar tímabilið af krafti og minnti heldur betur á sig með þremur mörkum. Hún virðist hafa styrkst mikið og sýndi svo hæfileika sína í loftinu í síðustu tveimur mörkum Vals. Hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá Fanndísi í fyrri hálfleik, þrátt fyrir góða viðleitni, en í þeim seinni var hún óstöðvandi. Í raun má segja það um alla leikmenn Vals sem léku mun betur eftir hlé. Sandra og Margrét Árnadóttir voru mjög ógnandi í framlínu gestanna í fyrri hálfleik en hurfu í þeim seinni.Hvað gekk illa? Síðan Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA hefur liðið spilað sterkan varnarleik og fengið fá mörk á sig. Frammistaðan í dag var því algjörlega úr karakter hjá Akureyringum sem fengu einnig á sig fimm mörk gegn Breiðabliki í Meistarakeppninni. Gestirnir voru fínir í fyrri hálfleik og hefðu getað skorað fleiri mörk en seinni hálfleikurinn var afleitur af þeirra hálfu. Valskonur geta ekki yfir miklu kvartað en Sandra er væntanlega svekkt yfir mörkunum sem hún fékk á sig. Í bæði skiptin svifu, að því er virtist, viðráðanleg skot yfir hana og enduðu í netinu.Hvað gerist næst? Valur sækir KR heim á miðvikudaginn í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Sama dag fær Þór/KA nýliða Fylkis í heimsókn.Vörn Þórs/KA réði ekkert við Hlín í leiknum.vísir/báraHlín: Löguðum pressuna í seinni hálfleik „Ég er mjög sátt með þetta. Leikurinn var frábær,“ sagði Hlín Eiríksdóttir sem skoraði þrjú marka Vals í kvöld. Hlín kom Val yfir snemma leiks en Þór/KA leiddi í hálfleik, 1-2, eftir tvö ævintýraleg mörk. „Mér fannst vera mjög góður taktur í liðinu en síðan skoruðu þær tvö draumamörk og við vorum frekar lélegar það sem eftir lifði fyrri hálfleiks,“ sagði Hlín. „Síðan komum við sterkar inn í seinni hálfleik. Við stigum aðeins ofar á völlinn og löguðum pressuna okkar. Hún datt aðeins niður eftir að við lentum undir.“ Valsliðið er ekki árennilegt, sérstaklega ekki fram á við. Hlín segir að það megi þó ekki vanmeta þátt þeirra sem spila aftar á vellinum. „Mér finnst við ná rosalega vel saman, allt liðið, og þá skorum við mörk. Sóknarmennirnir búa ekki bara til þessi mörk,“ sagði Hlín. Hún er komin með jafn mörg deildarmörk og allt síðasta tímabil. Þá komu öll þrjú mörkin hennar í stórsigri á FH, 4-0. Hlín kveðst ekki vera búin að setja sér markmið varðandi markaskorun í sumar. „Ég ætla bara að standa mig betur en í fyrra og hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Hlín að endingu.Donni hefur áhyggjur af sínu liði sem hefur fengið á sig tíu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum.vísir/antonDonni: Langlélegasti hálfleikur sem liðið hefur spilað undir minni stjórn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var ómyrkur í máli eftir skellinn fyrir Val í kvöld. „Ég er svakalega svekktur, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Þar vorum við betri í 25 mínútur og hefðum getað skorað fleiri mörk. En seinni hálfleikurinn var ömurlegur og langlélegasti hálfleikur sem liðið hefur spilað undir minni stjórn,“ sagði Donni. „Við vorum langt frá þeim og gáfum þeim of mikinn tíma með boltann. Þær hefðu getað skorað miklu fleiri mörk í seinni hálfleik,“ bætti hann við. Donni hafði það aldrei á tilfinningunni að hans lið gæti komið til baka í seinni hálfleik. „Alls ekki, við fengum ekki einasta færi og seinni hálfleikurinn var ömurlegur. Það verður að segjast eins og er. Ég er ótrúlega fúll. Við þurftum ekki að detta niður á þetta plan.“ Donni segir að frammistaðan í kvöld og í síðasta leik Þórs/KA fyrir mót sé mikið áhyggjuefni. „Engin spurning. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að berjast um titla. Við höfum aldrei tapað hérna áður í minni tíð þannig að þetta er áhyggjuefni. Við höfum fengið á okkur fimm mörk í tveimur leikjum í röð en fengum varla mark á okkur í fyrra og hitteðfyrra,“ sagði Donni að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Valur sendi keppinautum sínum um Íslandsmeistaratitilinn skýr skilaboð með frábærum sigri, 5-2, á Þór/KA í lokaleik 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu fyrir Val í leiknum. Valskonur voru 1-2 undir í hálfleik en léku á als oddi í seinni hálfleik þar sem þær skoruðu fjögur mörk og hefðu hæglega getað skorað fleiri. Hlín kom Val yfir á 6. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sendingu Elínar Mettu Jensen. Sú síðarnefnda átti svo skot í stöng skömmu síðar. Á 26. mínútu jafnaði Karen María Sigurgeirsdóttir metin með skoti af löngu færi sem fór yfir Söndru Sigurðardóttur í marki Vals. Aðeins tveimur mínútum síðar bjargaði Guðný Árnadóttir á línu frá Söndru Mayor. Á 33. mínútu kom Andrea Mist Pálsdóttir gestunum yfir þegar fyrirgjöf hennar sveif yfir Söndru. Þór/KA var sterkari aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en mörkin urðu ekki fleiri. Í seinni hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. Valskonur spiluðu frábærlega og voru með öll völd á vellinum. Fanndís Friðriksdóttir jafnaði á 47. mínútu og skömmu síðar átti hún skot í stöngina. Valur komst yfir á 54. mínútu þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, skoraði sjálfsmark. Valskonur litu ekki til baka eftir þetta og Hlín bætti tveimur skallamörkum við áður en yfir lauk. Dóra María Lárusdóttir lagði fyrra markið upp og Margrét Lára Viðarsdóttir það síðara. Margrét Lára lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Val í tvö ár í kvöld og lék vel, sérstaklega í seinni hálfleik.Valur var miklu sterkari í seinni hálfleik eftir að hafa verið undir þegar liðin gengu til búningsherbergja.vísir/báraAf hverju vann Valur? Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik náði Valur heljartaki í leiknum í þeim seinni. Sóknarleikurinn var beittur og vörn Þórs/KA réði ekkert við fjóra fremstu leikmenn Vals. Hlín og Fanndís voru síógnandi á köntunum og Margrét Lára og Elín Metta alltaf hættulegar. Valsvörnin var tæp í fyrri hálfleik en gaf engin færi á sér eftir hlé. Þór/KA lék að mörgu leyti vel í fyrri hálfleik en í þeim seinni voru Norðankonur undir á öllum sviðum leiksins.Hverjar stóðu upp úr? Hlín byrjar tímabilið af krafti og minnti heldur betur á sig með þremur mörkum. Hún virðist hafa styrkst mikið og sýndi svo hæfileika sína í loftinu í síðustu tveimur mörkum Vals. Hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá Fanndísi í fyrri hálfleik, þrátt fyrir góða viðleitni, en í þeim seinni var hún óstöðvandi. Í raun má segja það um alla leikmenn Vals sem léku mun betur eftir hlé. Sandra og Margrét Árnadóttir voru mjög ógnandi í framlínu gestanna í fyrri hálfleik en hurfu í þeim seinni.Hvað gekk illa? Síðan Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA hefur liðið spilað sterkan varnarleik og fengið fá mörk á sig. Frammistaðan í dag var því algjörlega úr karakter hjá Akureyringum sem fengu einnig á sig fimm mörk gegn Breiðabliki í Meistarakeppninni. Gestirnir voru fínir í fyrri hálfleik og hefðu getað skorað fleiri mörk en seinni hálfleikurinn var afleitur af þeirra hálfu. Valskonur geta ekki yfir miklu kvartað en Sandra er væntanlega svekkt yfir mörkunum sem hún fékk á sig. Í bæði skiptin svifu, að því er virtist, viðráðanleg skot yfir hana og enduðu í netinu.Hvað gerist næst? Valur sækir KR heim á miðvikudaginn í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Sama dag fær Þór/KA nýliða Fylkis í heimsókn.Vörn Þórs/KA réði ekkert við Hlín í leiknum.vísir/báraHlín: Löguðum pressuna í seinni hálfleik „Ég er mjög sátt með þetta. Leikurinn var frábær,“ sagði Hlín Eiríksdóttir sem skoraði þrjú marka Vals í kvöld. Hlín kom Val yfir snemma leiks en Þór/KA leiddi í hálfleik, 1-2, eftir tvö ævintýraleg mörk. „Mér fannst vera mjög góður taktur í liðinu en síðan skoruðu þær tvö draumamörk og við vorum frekar lélegar það sem eftir lifði fyrri hálfleiks,“ sagði Hlín. „Síðan komum við sterkar inn í seinni hálfleik. Við stigum aðeins ofar á völlinn og löguðum pressuna okkar. Hún datt aðeins niður eftir að við lentum undir.“ Valsliðið er ekki árennilegt, sérstaklega ekki fram á við. Hlín segir að það megi þó ekki vanmeta þátt þeirra sem spila aftar á vellinum. „Mér finnst við ná rosalega vel saman, allt liðið, og þá skorum við mörk. Sóknarmennirnir búa ekki bara til þessi mörk,“ sagði Hlín. Hún er komin með jafn mörg deildarmörk og allt síðasta tímabil. Þá komu öll þrjú mörkin hennar í stórsigri á FH, 4-0. Hlín kveðst ekki vera búin að setja sér markmið varðandi markaskorun í sumar. „Ég ætla bara að standa mig betur en í fyrra og hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Hlín að endingu.Donni hefur áhyggjur af sínu liði sem hefur fengið á sig tíu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum.vísir/antonDonni: Langlélegasti hálfleikur sem liðið hefur spilað undir minni stjórn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var ómyrkur í máli eftir skellinn fyrir Val í kvöld. „Ég er svakalega svekktur, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Þar vorum við betri í 25 mínútur og hefðum getað skorað fleiri mörk. En seinni hálfleikurinn var ömurlegur og langlélegasti hálfleikur sem liðið hefur spilað undir minni stjórn,“ sagði Donni. „Við vorum langt frá þeim og gáfum þeim of mikinn tíma með boltann. Þær hefðu getað skorað miklu fleiri mörk í seinni hálfleik,“ bætti hann við. Donni hafði það aldrei á tilfinningunni að hans lið gæti komið til baka í seinni hálfleik. „Alls ekki, við fengum ekki einasta færi og seinni hálfleikurinn var ömurlegur. Það verður að segjast eins og er. Ég er ótrúlega fúll. Við þurftum ekki að detta niður á þetta plan.“ Donni segir að frammistaðan í kvöld og í síðasta leik Þórs/KA fyrir mót sé mikið áhyggjuefni. „Engin spurning. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að berjast um titla. Við höfum aldrei tapað hérna áður í minni tíð þannig að þetta er áhyggjuefni. Við höfum fengið á okkur fimm mörk í tveimur leikjum í röð en fengum varla mark á okkur í fyrra og hitteðfyrra,“ sagði Donni að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti