Mjög góð veiði í Hlíðarvatni við opnun Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2019 08:52 Fallegar bleikjur úr Hlíðarvatni Mynd: María Petrína Veiði er hafin í Hlíðarvatni í Selvogi en þetta vatn hefur lengi verið eitt það vinsælasta á landinu enda er takmarkaður stangafjöldi og veiðin góð. Þó veiðin í Hlíðarvatni geti auðvitað verið misjöfn er vatnið heild yfir eitt það allra bestu bleikjuvatn sem er að finna hér á landi. Bæði er það aðgengilegt og skemmtilegt að veiða en þarna er líka hægt að gera mjög fína veiði. Fyrstu fréttir úr vatninu eftir opnun í gær lofa góðu en við höfum haft fréttir af nokkrum góðkunningjum Veiðivísis sem gerðu það gott í gær. Þeir voru með hátt í 40 bleikjur eftir daginn og mest af því var mjög falleg 2-3 punda bleikja. Fleiri áttu góðan dag við vatnið og í samtali við Halldór Gunnarsson hjá Flugubúllunni sem er við vatnið núna í morgunsárið er mikið líf og bleikja að vaka um allt. Mest lesið Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Örfáar stangir lausar í Elliðaánum Veiði
Veiði er hafin í Hlíðarvatni í Selvogi en þetta vatn hefur lengi verið eitt það vinsælasta á landinu enda er takmarkaður stangafjöldi og veiðin góð. Þó veiðin í Hlíðarvatni geti auðvitað verið misjöfn er vatnið heild yfir eitt það allra bestu bleikjuvatn sem er að finna hér á landi. Bæði er það aðgengilegt og skemmtilegt að veiða en þarna er líka hægt að gera mjög fína veiði. Fyrstu fréttir úr vatninu eftir opnun í gær lofa góðu en við höfum haft fréttir af nokkrum góðkunningjum Veiðivísis sem gerðu það gott í gær. Þeir voru með hátt í 40 bleikjur eftir daginn og mest af því var mjög falleg 2-3 punda bleikja. Fleiri áttu góðan dag við vatnið og í samtali við Halldór Gunnarsson hjá Flugubúllunni sem er við vatnið núna í morgunsárið er mikið líf og bleikja að vaka um allt.
Mest lesið Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Örfáar stangir lausar í Elliðaánum Veiði