Helgi Sig: Ef menn ætla vanmeta Gróttu þá lenda menn í vandræðum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. maí 2019 16:26 Helgi á hliðarlínunni síðasta sumar vísir/bára Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var sáttur með sigur sinna manna á liði Gróttu en Fylkismenn voru í miklu basli með Gróttu í dag sem sýndu mikla baráttu. Hann sagði að það hafi aðallega verið seiglan sem skilaði sigri í dag. „Það var aðallega seiglan, við gefumst ekkert upp en við mættum frekar slappir til leiks og þeir voru yfir fyrstu 15-20 mínúturnar og komust yfir. Það var bara sanngjarnt að mínu mati miðað við ganginn í þessu til að byrja með.” „En við sýndum karakter undir lok fyrri hálfleiks og náum að jafna og síðan var þetta bara 50/50 í síðari hálfleik og spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og sem betur fer endaði hann okkar megin.” Helgi sagði að það væri erfitt að spila við lið eins og Gróttu en þeir náðu samt að refsa þeim þegar þeir ætluðu að spila stutt frá markinu. „Já þeim gekk vel með sitt spil en við náðum að refsa þeim nokkrum sinnum og þá skapaðist hætta og fyrsta markið kemur frá mistökum í þeirra uppspili.” „Þetta eru bara erfiðir leikir og lið Gróttu er bara vel skipulagt og ef menn ætla vanmeta lið eins og þá, þá lenda menn í vandræðum. Ekki það að við höfum vanmetið þá en það vantaði vissa stemningu hér í dag.” Fylkir gerði 5 breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn ÍBV. Helgi sagði það skiljanlegt, stutt á milli leikja og gott að halda mönnum á tánum. „Við erum með stóran og sterkan hóp og það voru nokkrir menn stífir eftir leikinn í eyjum. Blautt grasið þar og erfiðar aðstæður en Ragnar Bragi var í banni en að öðru leyti erum við með stráka sem komu vel inn í eyjum og við ákváðum að gefa þeim séns og þeir stóðu sig vel í dag.” Fylkir tekur á móti ÍA í næstu umferð og Helgi sagði að hann ætti von á hörkuleik milli tveggja góðra liða. „Það leggst vel í mig að fá skagann í heimsókn. Þeir eru með hörkulið og eru búnir að vera gera vel. Það má búast við því að þetta verði aðalleikur umferðarinnar og vonandi verður vel mætt hingað í Árbæinn,” sagði Helgi að lokum. Mjólkurbikarinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var sáttur með sigur sinna manna á liði Gróttu en Fylkismenn voru í miklu basli með Gróttu í dag sem sýndu mikla baráttu. Hann sagði að það hafi aðallega verið seiglan sem skilaði sigri í dag. „Það var aðallega seiglan, við gefumst ekkert upp en við mættum frekar slappir til leiks og þeir voru yfir fyrstu 15-20 mínúturnar og komust yfir. Það var bara sanngjarnt að mínu mati miðað við ganginn í þessu til að byrja með.” „En við sýndum karakter undir lok fyrri hálfleiks og náum að jafna og síðan var þetta bara 50/50 í síðari hálfleik og spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og sem betur fer endaði hann okkar megin.” Helgi sagði að það væri erfitt að spila við lið eins og Gróttu en þeir náðu samt að refsa þeim þegar þeir ætluðu að spila stutt frá markinu. „Já þeim gekk vel með sitt spil en við náðum að refsa þeim nokkrum sinnum og þá skapaðist hætta og fyrsta markið kemur frá mistökum í þeirra uppspili.” „Þetta eru bara erfiðir leikir og lið Gróttu er bara vel skipulagt og ef menn ætla vanmeta lið eins og þá, þá lenda menn í vandræðum. Ekki það að við höfum vanmetið þá en það vantaði vissa stemningu hér í dag.” Fylkir gerði 5 breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn ÍBV. Helgi sagði það skiljanlegt, stutt á milli leikja og gott að halda mönnum á tánum. „Við erum með stóran og sterkan hóp og það voru nokkrir menn stífir eftir leikinn í eyjum. Blautt grasið þar og erfiðar aðstæður en Ragnar Bragi var í banni en að öðru leyti erum við með stráka sem komu vel inn í eyjum og við ákváðum að gefa þeim séns og þeir stóðu sig vel í dag.” Fylkir tekur á móti ÍA í næstu umferð og Helgi sagði að hann ætti von á hörkuleik milli tveggja góðra liða. „Það leggst vel í mig að fá skagann í heimsókn. Þeir eru með hörkulið og eru búnir að vera gera vel. Það má búast við því að þetta verði aðalleikur umferðarinnar og vonandi verður vel mætt hingað í Árbæinn,” sagði Helgi að lokum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira