Koepka leiddi allt mótið og það nokkuð örugglega en hann átti slæman kafla í dag sem hefði getað reynst honum dýr ef ekki hefði verið fyrir forystuna.
Bandaríkjamaðurinn byrjaði á skolla en jafnaði hann út með fugli á fjórðu holu. Hann lék nokkuð stöðugt golf fyrstu holurnar og sótti sér svo annan fugl á tíundu holu.
Þá fór heldur betur að halla undir fæti og hann fékk fjóra skolla í röð.
Þá minnkaði forysta hans all verulega því landi hans Dustin Johnson átti mjög góðan hring og var á þremur höggum undir pari á meðan Koepka brást bogalistin. Munurinn varð minnst eitt högg.
Koepka náði hins vegar í mikilvæg pör á lokametrunum á meðan Johnson fékk tvo skolla undir lokin og sigldi Koepka sigrinum heim.
.@DJohnsonPGA has trimmed Koepka's 7-shot lead.
He now trails by only TWO. #LiveUnderParpic.twitter.com/A4sPcpEcwz
— PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019
Þeir Jordan Spieth, Patrick Cantlay og Matt Wallace enduðu jafnir í þriðja sæti á tveimur höggum undir pari.
Lucas Bjerregaard átti eitt af augnablikum dagsins þegar hann sló holu í höggi á sautjándu braut.
Það var hins vegar í eina skiptið sem Daninn fór undir parið á hringnum í dag, hann endaði á þremur yfir pari jafn í 18. sæti
One hop and in for the hole-in-one!
A major moment for @LBjerregaard. pic.twitter.com/C2ONnrcUVq
— PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019