Koepka jafnaði mótsmetið og leiðir eftir fyrsta dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. maí 2019 23:15 Brooks Koepka leiðir PGA meistaramótið, annað risamóts ársins í karlagolfinu, eftir fyrsta hring. Koepka jafnaði besta hring í sögu mótsins. Koepka kom í hús á 63 höggum á Bethpage Black vellinum í New York fylki og steig hann vart feilspor. Bandaríkjamaðurinn byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu holu en hann fékk samtals sjö fugla í dag. Ekki einn skolli leit dagsins ljós og endaði hann á sjö höggum undir pari. Hann var þrátt fyrir það ósáttur með að hafa ekki náð fleiri fuglum og náð að bæta mótsmetið. „Ég hef aldrei verið með svona mikið sjálfstraust. Ég er enn að læra, læra á leikinn minn, og ég er spenntur fyrir því sem kemur á næstu árum,“ sagði Koepka sem er ríkjandi meistari á þessu móti.Effortless.@BKoepka is the first player to record 63 in back-to-back PGA Championships.#LiveUnderParpic.twitter.com/iv0DJoMbXm — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Þrátt fyrir frábæran hring hjá Koepka er hann aðeins með eins höggs forskot. Nýsjálendingurinn Danny Lee fékk fleiri fugla en Koepka, hann náði átta fuglum, en hann fékk tvo skolla og er á sex höggum undir pari. Tommy Fleetwood er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og svo koma fimm kylfingar jafnir í fjórða sæti. Tiger Woods byrjar mótið ekki sérstaklega vel en hann lauk leik á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Hringurinn hjá Tiger var skrautlegur en hann fékk örn á fjórðu holu og fylgdi honum eftir með þremur skollum á næstu fjórum holum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum. Tiger er jafn í 53. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Par@TigerWoods just flipped the switch.pic.twitter.com/wCNCvPHnhZ — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Efsti maður stigalistans á PGA mótaröðinni, Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar, lauk leik á pari mótsins og er jafn í 18. sæti ásamt Jon Rahm, Tony Finau, Xander Schauffele og fleirum. Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf á morgun, 17. maí, klukkan 17:00. Golf Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Brooks Koepka leiðir PGA meistaramótið, annað risamóts ársins í karlagolfinu, eftir fyrsta hring. Koepka jafnaði besta hring í sögu mótsins. Koepka kom í hús á 63 höggum á Bethpage Black vellinum í New York fylki og steig hann vart feilspor. Bandaríkjamaðurinn byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu holu en hann fékk samtals sjö fugla í dag. Ekki einn skolli leit dagsins ljós og endaði hann á sjö höggum undir pari. Hann var þrátt fyrir það ósáttur með að hafa ekki náð fleiri fuglum og náð að bæta mótsmetið. „Ég hef aldrei verið með svona mikið sjálfstraust. Ég er enn að læra, læra á leikinn minn, og ég er spenntur fyrir því sem kemur á næstu árum,“ sagði Koepka sem er ríkjandi meistari á þessu móti.Effortless.@BKoepka is the first player to record 63 in back-to-back PGA Championships.#LiveUnderParpic.twitter.com/iv0DJoMbXm — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Þrátt fyrir frábæran hring hjá Koepka er hann aðeins með eins höggs forskot. Nýsjálendingurinn Danny Lee fékk fleiri fugla en Koepka, hann náði átta fuglum, en hann fékk tvo skolla og er á sex höggum undir pari. Tommy Fleetwood er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og svo koma fimm kylfingar jafnir í fjórða sæti. Tiger Woods byrjar mótið ekki sérstaklega vel en hann lauk leik á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Hringurinn hjá Tiger var skrautlegur en hann fékk örn á fjórðu holu og fylgdi honum eftir með þremur skollum á næstu fjórum holum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum. Tiger er jafn í 53. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Par@TigerWoods just flipped the switch.pic.twitter.com/wCNCvPHnhZ — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Efsti maður stigalistans á PGA mótaröðinni, Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar, lauk leik á pari mótsins og er jafn í 18. sæti ásamt Jon Rahm, Tony Finau, Xander Schauffele og fleirum. Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf á morgun, 17. maí, klukkan 17:00.
Golf Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira