Bleikjan komin á stjá í Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2019 10:00 Bleikjan er farin að gefa sig í Úlfljótsvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Kuldatíðinn sem hefur staðið yfir með hressilegum vind er vonandi afstaðin og framundan hlýrri dagar þar sem bleikjuveiðin tekur við sér. Hún hefur meira að segja þegar tekið við sér í nokkrum vötnum en þá ber sérstaklega að nefna Úlfljótsvatn. Yfirleitt fáum við ekki mikið af fréttum úr vatninu fyrr en í byrjun júní en staðan núna er þannig að flestir þeir veiðimenn sem við höfum heyrt frá hafa nara verið að ná flottum bleikjum á land þrátt fyrir veðrið. Það sem meira er, bleikjan er virkilega feit og fín og algengast er að sjá veiðimenn með 2-3 punda bleikjur, minni bleikjur sjást varla núna en þær koma oftast ekki á færið fyrr en aðeins seinna á tímabilinu. Það er kannski ekki mikið magn sem er að veiðast, algengt að menn séu að ná þetta tveimur til þremur bleikjum á vaktinni en það lofar í það minnsta mjög góðu. Bleikjan hefur verið að taka hefðbundnar flugur, Pheasant Tail, Peacock, Krókinn, Frisco og Killer dregnar lötur hægt inn á löngum taum. Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði
Kuldatíðinn sem hefur staðið yfir með hressilegum vind er vonandi afstaðin og framundan hlýrri dagar þar sem bleikjuveiðin tekur við sér. Hún hefur meira að segja þegar tekið við sér í nokkrum vötnum en þá ber sérstaklega að nefna Úlfljótsvatn. Yfirleitt fáum við ekki mikið af fréttum úr vatninu fyrr en í byrjun júní en staðan núna er þannig að flestir þeir veiðimenn sem við höfum heyrt frá hafa nara verið að ná flottum bleikjum á land þrátt fyrir veðrið. Það sem meira er, bleikjan er virkilega feit og fín og algengast er að sjá veiðimenn með 2-3 punda bleikjur, minni bleikjur sjást varla núna en þær koma oftast ekki á færið fyrr en aðeins seinna á tímabilinu. Það er kannski ekki mikið magn sem er að veiðast, algengt að menn séu að ná þetta tveimur til þremur bleikjum á vaktinni en það lofar í það minnsta mjög góðu. Bleikjan hefur verið að taka hefðbundnar flugur, Pheasant Tail, Peacock, Krókinn, Frisco og Killer dregnar lötur hægt inn á löngum taum.
Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði