Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. maí 2019 08:45 63 þúsund manns heimsóttu ísgöngin í Langjökli í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár. Fréttablaðið/Stefán Mikill samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli undanfarna mánuði, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefur sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaup fyrrnefnda félagsins á því síðarnefnda og er óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Samkvæmt heimildum Markaðarins var aðsókn í ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, um sextíu prósent minni á fyrsta fjórðungi ársins en áætlanir Into the Glacier höfðu gert ráð fyrir. Eigendur Arctic Adventures, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins á sviði afþreyingar, eru sagðir vilja bíða og sjá hvernig sumarmánuðirnir muni ganga en ekki er loku fyrir það skotið að hætt verði við samrunann. Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin í síðasta mánuði en þau eru hins vegar ekki frágengin og eru viðræðurnar um þau á viðkvæmu stigi, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Ljóst er að verðið sem upphaflega var samið um þegar samkomulag náðist um samrunann í janúar síðastliðnum var byggt á áætlunum sem munu nú ekki ganga eftir.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir árið hafa reynst félaginu erfitt hingað til. Veðrið hafi sett stórt strik í reikninginn á fyrstu mánuðum ársins og þá hafi breytt landslag í ferðaþjónustunni, í kjölfar meðal annars falls WOW air, sitt að segja. Erfitt sé hins vegar að segja til um áhrif samdráttarins á fyrirhugaðan samruna við Arctic Adventures. „Við erum í samningaferli sem tekur tíma en við erum að vonast til þess að þetta klárist síðla sumars,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn.Fjögur félög til viðbótar Samkomulagið sem forsvarsmenn Arctic Adventures og Into the Glacier gerðu með sér í janúar fól í sér að fyrrnefnda félagið keypti allt hlutafé í því síðarnefnda af framtakssjóðnum Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa og fer með 94 prósenta hlut í rekstrarfélagi ísganganna, og Sigurði sem heldur á tæplega sex prósenta hlut í félaginu. Til viðbótar stóð til að Arctic Adventures keypti eignarhluti framtakssjóðsins í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu, Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufarhólshelli, Borea Adventures á Ísafirði og leiksýningunni Icelandic Sagas – The greatest hits, sem sýnd er í Hörpu. Framtakssjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Ýktar sveiflur Alls heimsóttu 63 þúsund manns ísgöngin í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár, eins og áður sagði. Sigurður segir að sveiflurnar í aðsókninni hafi verið nokkuð ýktar. „Janúar og febrúar voru slæmir hjá okkur annað árið í röð, mars var aðeins undir væntingum og síðan var höggið mikið í apríl. Hins vegar líta maí, júní, júlí og ágúst mjög vel út. Staðan fyrir júní er til dæmis sterkari en í fyrra. Þetta eru ekki bara slæm tíðindi. Sveiflurnar eru bara ýktari,“ útskýrir Sigurður. Þrátt fyrir tugprósenta fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air og kyrrsetningar 737 MAX 8 véla Icelandair segir Sigurður forsvarsmenn Into the Glacier bratta fyrir sumarið. „Það þýðir ekkert annað. Sem dæmi er aukning í komum skemmtiferðaskipa til Íslands á milli ára. Það er ekki allt neikvætt.“ Samanlögð velta Arctic Adventures og Into the Glacier var tæplega sjö milljarðar króna í fyrra en hjá félögunum tveimur starfa samanlagt um 300 manns. Ísgöngin voru metin á um 1.565 milljónir króna í bókum Icelandic Tourism Fund í lok árs 2017 en bókfært virði þeirra jókst um ríflega 55 prósent á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Mikill samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli undanfarna mánuði, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefur sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaup fyrrnefnda félagsins á því síðarnefnda og er óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Samkvæmt heimildum Markaðarins var aðsókn í ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, um sextíu prósent minni á fyrsta fjórðungi ársins en áætlanir Into the Glacier höfðu gert ráð fyrir. Eigendur Arctic Adventures, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins á sviði afþreyingar, eru sagðir vilja bíða og sjá hvernig sumarmánuðirnir muni ganga en ekki er loku fyrir það skotið að hætt verði við samrunann. Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin í síðasta mánuði en þau eru hins vegar ekki frágengin og eru viðræðurnar um þau á viðkvæmu stigi, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Ljóst er að verðið sem upphaflega var samið um þegar samkomulag náðist um samrunann í janúar síðastliðnum var byggt á áætlunum sem munu nú ekki ganga eftir.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir árið hafa reynst félaginu erfitt hingað til. Veðrið hafi sett stórt strik í reikninginn á fyrstu mánuðum ársins og þá hafi breytt landslag í ferðaþjónustunni, í kjölfar meðal annars falls WOW air, sitt að segja. Erfitt sé hins vegar að segja til um áhrif samdráttarins á fyrirhugaðan samruna við Arctic Adventures. „Við erum í samningaferli sem tekur tíma en við erum að vonast til þess að þetta klárist síðla sumars,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn.Fjögur félög til viðbótar Samkomulagið sem forsvarsmenn Arctic Adventures og Into the Glacier gerðu með sér í janúar fól í sér að fyrrnefnda félagið keypti allt hlutafé í því síðarnefnda af framtakssjóðnum Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa og fer með 94 prósenta hlut í rekstrarfélagi ísganganna, og Sigurði sem heldur á tæplega sex prósenta hlut í félaginu. Til viðbótar stóð til að Arctic Adventures keypti eignarhluti framtakssjóðsins í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu, Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufarhólshelli, Borea Adventures á Ísafirði og leiksýningunni Icelandic Sagas – The greatest hits, sem sýnd er í Hörpu. Framtakssjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Ýktar sveiflur Alls heimsóttu 63 þúsund manns ísgöngin í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár, eins og áður sagði. Sigurður segir að sveiflurnar í aðsókninni hafi verið nokkuð ýktar. „Janúar og febrúar voru slæmir hjá okkur annað árið í röð, mars var aðeins undir væntingum og síðan var höggið mikið í apríl. Hins vegar líta maí, júní, júlí og ágúst mjög vel út. Staðan fyrir júní er til dæmis sterkari en í fyrra. Þetta eru ekki bara slæm tíðindi. Sveiflurnar eru bara ýktari,“ útskýrir Sigurður. Þrátt fyrir tugprósenta fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air og kyrrsetningar 737 MAX 8 véla Icelandair segir Sigurður forsvarsmenn Into the Glacier bratta fyrir sumarið. „Það þýðir ekkert annað. Sem dæmi er aukning í komum skemmtiferðaskipa til Íslands á milli ára. Það er ekki allt neikvætt.“ Samanlögð velta Arctic Adventures og Into the Glacier var tæplega sjö milljarðar króna í fyrra en hjá félögunum tveimur starfa samanlagt um 300 manns. Ísgöngin voru metin á um 1.565 milljónir króna í bókum Icelandic Tourism Fund í lok árs 2017 en bókfært virði þeirra jókst um ríflega 55 prósent á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira