Rihanna stofnar nýtt tískuhús Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 10. maí 2019 21:01 Rihanna á afmælishátíð Fenty Beauty. Getty/Caroline McCredie Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Merkið mun vera kallað Fenty, í höfuð á söngkonunni, en hennar fulla nafn er Robyn Rihanna Fenty og mun fyrsta lína merkisins koma út í vor. Rihanna mun vera fyrst kvenna til að stofna fyrirtæki undir LVMH samsteypunni og fyrst rómanskra-amerískra kvenna til að leiða tískuhús LVMH. Merkið mun framleiða föt, skó og fylgihluti en síðast var nýtt merki LVMH stofnað 1987. Meðal merkja sem LVMH á eru Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy. Í tilkynningu frá söngkonunni segir hún sig hafa hlotið „einstakt tækifæri til að þróa tískuvörumerki í gæðaflokki án nokkurra listrænna takmarkana.“ „Ég gæti ekki ímyndað mér betri samstarfsfélaga [LVMH] bæði þegar kemur að sköpun og viðskiptalega séð og ég er tilbúin til að sjá hverju við getum áorkað saman,“ bætti hún við. Þrátt fyrir að Rihanna sé þekktust fyrir tónlistarferil sinn hefur hún einnig mikla reynslu í tískuheiminum, en hún stofnaði snyrtivörumerkið Fenty Beauty árið 2017, sem hefur hlotið mikil lof fyrir að taka tillit til allra hópa þjóðfélagsins, sem og undirfatalínuna Savage x Fenty haustið 2018. Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Merkið mun vera kallað Fenty, í höfuð á söngkonunni, en hennar fulla nafn er Robyn Rihanna Fenty og mun fyrsta lína merkisins koma út í vor. Rihanna mun vera fyrst kvenna til að stofna fyrirtæki undir LVMH samsteypunni og fyrst rómanskra-amerískra kvenna til að leiða tískuhús LVMH. Merkið mun framleiða föt, skó og fylgihluti en síðast var nýtt merki LVMH stofnað 1987. Meðal merkja sem LVMH á eru Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy. Í tilkynningu frá söngkonunni segir hún sig hafa hlotið „einstakt tækifæri til að þróa tískuvörumerki í gæðaflokki án nokkurra listrænna takmarkana.“ „Ég gæti ekki ímyndað mér betri samstarfsfélaga [LVMH] bæði þegar kemur að sköpun og viðskiptalega séð og ég er tilbúin til að sjá hverju við getum áorkað saman,“ bætti hún við. Þrátt fyrir að Rihanna sé þekktust fyrir tónlistarferil sinn hefur hún einnig mikla reynslu í tískuheiminum, en hún stofnaði snyrtivörumerkið Fenty Beauty árið 2017, sem hefur hlotið mikil lof fyrir að taka tillit til allra hópa þjóðfélagsins, sem og undirfatalínuna Savage x Fenty haustið 2018.
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira