Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - HK 1-0 | Þægilegur sigur Stjörnumanna Árni Jóhannsson skrifar 10. maí 2019 22:00 vísir/vilhelm Leikur Stjörnunnar og HK, sem fram fór á Samsung vellinum fyrr í kvöld í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta, mun seint fara í sögubækurnar. Úrslitin komu ekki á óvart en fyrirfram var eiginlega búist við sigri heimamanna en það sem kom á óvart var hversu leiðinlegur leikurinn var. Færin voru ekki mörg og leikurinn ekki hraður en Stjörnumenn réðu lögum og lofum á vellinum á móti vel skipulögðum HK-ingum sem ógnuðu lítið fram á við en komust í nokkur skyndi áhlaup. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eina mark leiksins á 54. mínútu leiksins en það var samt af dýrari gerðinni og yljaði blaðamönnum sem og áhorfendum í smá stund á köldu föstudagskvöldi í Garðabænum.Afhverju vann Stjarnan?Heilt yfir voru þeir betri í leiknum og sköpuðu sér fleiri færi en andstæðingurinn og náðu að nýta eitt af þeim færum sem þeir náðu að skapa. Þeir héldu HK alveg niðri í sinni varnarstöðu og með smá meiri gæðum fyrir framan markið hefði munurinn getað verið meiri og sigurinn enn þægilegri en raun varð.Hverjir stóðu upp úr?Hilmar Árni Halldórsson var valinn maður leiksins en hann skoraði stórkostlegt mark sem tryggði sigurinn ásamt því að eiga fínan leik. Alex Þór Hauksson var einnig góður í dag ásamt því að Guðmundur Steinn Hafsteinsson var duglegur að koma sér í færi en hefði mátt nýta þau betur. Hjá gestunum var það markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson sem fær hrós en hann varði það sem hann þurfti að verja og gat varið skulum við segja. Markið sem hann fékk á sig var óverjandi.Hvað gekk illa?Hjá báðum liðum gekk illa í sóknarleiknum. Heimamönnum gekk bölvanlega að nýta færin sem þeir sköpuðu sér og gestunum gekk illa að koma sér í færi.Hvað gerist næst?Stjörnumenn eru í öðru sæti þegar þetta er skrifað og eru taplausir í deildinni. Þeir fara næst í heimsókn til Víkings, þó í Laugardalinn, og fá tækifæri til að bæta við sigri og stigum í sarpinn. Víkingur hefur þó verið að spila mjög vel hingað til og eru sýnd veiði en ekki gefin. HK fer til Vestmannaeyja og mæta heimamönnum í ÍBV í leik sem gæti skipt máli þegar talið er upp úr pokanum í haust. Bæði lið verða líklega í neðri hluta deildarinnar og ef það á að halda sér uppi þá þarf að vinna liðin í kringum sig.Klippa: Stjarnan - HK 1-0 Rúnar Páll: Mér fannst liðið í heild sinni spila vel í dag á móti mjög krefjandi andstæðingum„Við vorum mjög ánægðir með fyrri hálfleikinn og réðum leiknum frá a til ö og fengum fjögur mjög góð færi eftir frábært uppspil sem við hefðum átt að nýta. Leikurinn jafnaðist í síðari hálfleik en heilt yfir þá réðum við lögum og lofum yfir þessum leik en hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég er ánægður með fyrstu þrjú stigin og þetta var góð frammistað hjá drengjunum og góður bragur á okkur“, sagði þjálfari Stjörnumanna sem var sáttur með dagsverkið eftir sigur á móti HK í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Stjörnumenn hafa hingað til verið í brasi með að skora mörk úr opnum leik en það kom í dag og var það ekkert smá mark frá Hilmari Árna Halldórssyni. Hann náði fullkomnu skoti og náði að snúa boltann upp í vinkilinn. Það hlýtur að vera þægilegt að vera með svona leikmann innanborðs sem getur töfrað svona upp úr nánast engu. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þennan bolta inni. Sérstaklega út af því að við vorum búnir að fá svo mörg færi í fyrri hálfleik sem við náðum ekki að nýta. Síðan setti Hilmar hann þarna í vinkilinn, sem var stórkostlegt, þetta getur hann og það er mikilvægt að hafa svona menn í liðinu. Mér fannst liðið í heild sinni spila vel í dag á móti mjög krefjandi andstæðingum“. Rúnar Páll var að lokum inntur eftir því hvort það væri ekki ánægjulegt að vera kominn við toppinn á deildinni á þessari stundu úr því sem komið var í fyrstu tveimur umferðunum. Rúnar hló þá við og sagði: „Já já, eins og við segjum þá er þetta langt mót og við tökum einn leik í einu og við reynum að safna eins mörgum stigum eins og við getum. Það var bara flott að ná í þessi úrslit og svo er næsti leikur á miðvikudaginn og við erum klárir í hann“. Brynjar Björn: Lítið hægt að gera í þessu markiHK var með Stjörnumenn á ágætis stað í seinni hálfleik, ef svo má segja, áður en Hilmar Árni Halldórsson smurði fótboltanum í vinkilinn til að tryggja Stjörnunni sigur og var þjálfari HK spurður hvort eitthvað hefði verið hægt að gera í marki heimamanna. „Nei það var lítið hægt að gera í þessu. Skot af 30 metrum og maður tekur það stundum en hefðum mögulega getað varist því betur en eins og staðan var þá þurfti þetta til að brjóta ísinn. Að öðru leyti í seinni hálfleik voru mjög fá færi, þetta voru svona einn eða tveir boltar sem runnu fram hjá markinu en þeir sköpuðu sér í raun og veru engin færi í seinni hálfleik. Þeir voru töluvert hættulegri í fyrri hálfleik og við vorum kannski heppnir að fara með 0-0 inn í hálfleik en við vorum sáttir eins og leikurinn var að þróast en vorum ekki nógu góðir fram á við með boltann“. Björn Berg Bryde mátti ekki spila leikinn vegna þess að hann er lánsmaður frá Stjörnunni og tók Aron Karl Aðalsteinsson hans stað í vörninni. Brynjar var spurður hvort hann hafi verið ánægður með hans frammistöðu. „Aron var jú að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur og erum við mjög sáttir með hans framlag. Hann var sterkur og skilaði sínu mjög vel“. Brynjar var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hægt væri að bæta í leik HK í fljótu bragði fyrir næsta leik. „Þetta var erfiður leikur, það er erfitt að koma í Garðabæinn en þeir eru grimmir í pressunni og grimmir í seinni boltana. Við vorum líklega aðeins undir í þeirri baráttu en hefðum getað gert betur í að koma boltanum hærra á völlinn og halda honum þar. Við misstum hann full fljótt frá okkur og fengum Stjörnuna strax í fangið aftur“. Pepsi Max-deild karla
Leikur Stjörnunnar og HK, sem fram fór á Samsung vellinum fyrr í kvöld í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta, mun seint fara í sögubækurnar. Úrslitin komu ekki á óvart en fyrirfram var eiginlega búist við sigri heimamanna en það sem kom á óvart var hversu leiðinlegur leikurinn var. Færin voru ekki mörg og leikurinn ekki hraður en Stjörnumenn réðu lögum og lofum á vellinum á móti vel skipulögðum HK-ingum sem ógnuðu lítið fram á við en komust í nokkur skyndi áhlaup. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eina mark leiksins á 54. mínútu leiksins en það var samt af dýrari gerðinni og yljaði blaðamönnum sem og áhorfendum í smá stund á köldu föstudagskvöldi í Garðabænum.Afhverju vann Stjarnan?Heilt yfir voru þeir betri í leiknum og sköpuðu sér fleiri færi en andstæðingurinn og náðu að nýta eitt af þeim færum sem þeir náðu að skapa. Þeir héldu HK alveg niðri í sinni varnarstöðu og með smá meiri gæðum fyrir framan markið hefði munurinn getað verið meiri og sigurinn enn þægilegri en raun varð.Hverjir stóðu upp úr?Hilmar Árni Halldórsson var valinn maður leiksins en hann skoraði stórkostlegt mark sem tryggði sigurinn ásamt því að eiga fínan leik. Alex Þór Hauksson var einnig góður í dag ásamt því að Guðmundur Steinn Hafsteinsson var duglegur að koma sér í færi en hefði mátt nýta þau betur. Hjá gestunum var það markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson sem fær hrós en hann varði það sem hann þurfti að verja og gat varið skulum við segja. Markið sem hann fékk á sig var óverjandi.Hvað gekk illa?Hjá báðum liðum gekk illa í sóknarleiknum. Heimamönnum gekk bölvanlega að nýta færin sem þeir sköpuðu sér og gestunum gekk illa að koma sér í færi.Hvað gerist næst?Stjörnumenn eru í öðru sæti þegar þetta er skrifað og eru taplausir í deildinni. Þeir fara næst í heimsókn til Víkings, þó í Laugardalinn, og fá tækifæri til að bæta við sigri og stigum í sarpinn. Víkingur hefur þó verið að spila mjög vel hingað til og eru sýnd veiði en ekki gefin. HK fer til Vestmannaeyja og mæta heimamönnum í ÍBV í leik sem gæti skipt máli þegar talið er upp úr pokanum í haust. Bæði lið verða líklega í neðri hluta deildarinnar og ef það á að halda sér uppi þá þarf að vinna liðin í kringum sig.Klippa: Stjarnan - HK 1-0 Rúnar Páll: Mér fannst liðið í heild sinni spila vel í dag á móti mjög krefjandi andstæðingum„Við vorum mjög ánægðir með fyrri hálfleikinn og réðum leiknum frá a til ö og fengum fjögur mjög góð færi eftir frábært uppspil sem við hefðum átt að nýta. Leikurinn jafnaðist í síðari hálfleik en heilt yfir þá réðum við lögum og lofum yfir þessum leik en hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég er ánægður með fyrstu þrjú stigin og þetta var góð frammistað hjá drengjunum og góður bragur á okkur“, sagði þjálfari Stjörnumanna sem var sáttur með dagsverkið eftir sigur á móti HK í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Stjörnumenn hafa hingað til verið í brasi með að skora mörk úr opnum leik en það kom í dag og var það ekkert smá mark frá Hilmari Árna Halldórssyni. Hann náði fullkomnu skoti og náði að snúa boltann upp í vinkilinn. Það hlýtur að vera þægilegt að vera með svona leikmann innanborðs sem getur töfrað svona upp úr nánast engu. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þennan bolta inni. Sérstaklega út af því að við vorum búnir að fá svo mörg færi í fyrri hálfleik sem við náðum ekki að nýta. Síðan setti Hilmar hann þarna í vinkilinn, sem var stórkostlegt, þetta getur hann og það er mikilvægt að hafa svona menn í liðinu. Mér fannst liðið í heild sinni spila vel í dag á móti mjög krefjandi andstæðingum“. Rúnar Páll var að lokum inntur eftir því hvort það væri ekki ánægjulegt að vera kominn við toppinn á deildinni á þessari stundu úr því sem komið var í fyrstu tveimur umferðunum. Rúnar hló þá við og sagði: „Já já, eins og við segjum þá er þetta langt mót og við tökum einn leik í einu og við reynum að safna eins mörgum stigum eins og við getum. Það var bara flott að ná í þessi úrslit og svo er næsti leikur á miðvikudaginn og við erum klárir í hann“. Brynjar Björn: Lítið hægt að gera í þessu markiHK var með Stjörnumenn á ágætis stað í seinni hálfleik, ef svo má segja, áður en Hilmar Árni Halldórsson smurði fótboltanum í vinkilinn til að tryggja Stjörnunni sigur og var þjálfari HK spurður hvort eitthvað hefði verið hægt að gera í marki heimamanna. „Nei það var lítið hægt að gera í þessu. Skot af 30 metrum og maður tekur það stundum en hefðum mögulega getað varist því betur en eins og staðan var þá þurfti þetta til að brjóta ísinn. Að öðru leyti í seinni hálfleik voru mjög fá færi, þetta voru svona einn eða tveir boltar sem runnu fram hjá markinu en þeir sköpuðu sér í raun og veru engin færi í seinni hálfleik. Þeir voru töluvert hættulegri í fyrri hálfleik og við vorum kannski heppnir að fara með 0-0 inn í hálfleik en við vorum sáttir eins og leikurinn var að þróast en vorum ekki nógu góðir fram á við með boltann“. Björn Berg Bryde mátti ekki spila leikinn vegna þess að hann er lánsmaður frá Stjörnunni og tók Aron Karl Aðalsteinsson hans stað í vörninni. Brynjar var spurður hvort hann hafi verið ánægður með hans frammistöðu. „Aron var jú að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur og erum við mjög sáttir með hans framlag. Hann var sterkur og skilaði sínu mjög vel“. Brynjar var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hægt væri að bæta í leik HK í fljótu bragði fyrir næsta leik. „Þetta var erfiður leikur, það er erfitt að koma í Garðabæinn en þeir eru grimmir í pressunni og grimmir í seinni boltana. Við vorum líklega aðeins undir í þeirri baráttu en hefðum getað gert betur í að koma boltanum hærra á völlinn og halda honum þar. Við misstum hann full fljótt frá okkur og fengum Stjörnuna strax í fangið aftur“.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti