Ástæðan er að Björn Berg Bryde er leikmaður Stjörnunnar en í láni hjá HK. Hann fór á láni í Kópavoginn eftir að Garðbæingar sömdu við danska miðvörðinn Martin Rauschenberg sem kom til Stjörnunnar frá IF Brommapojkarna í Svíþjóð.
Björn Berg staðfesti það í samtali við Fótbolta.net að hann megi ekki spila gegn Stjörnunni í sumar með HK og verði því ekki með nýliðunum í leiknum annað kvöld.
Björn Berg Bryde átti mjög góðan leik í jafntefli HK og Breiðabliks í 2. umferðinni og skoraði þá seinna mark HK-liðsins sem kom liðinu í 2-0.
Pepsi Max mörkin völdu Björn Berg meðal annars besta mann annarrar umferðarinnar. Það er ljós á öllu að nýliðar HK munu sakna hans mikið í leiknum í kvöld.
Leikur Stjörnunnar og HK hefst klukkan 19.15 á Samsung vellinum í Garðabæ. Hann verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Tveir aðrir leikir í þriðju umferðinni fara einnig fram í kvöld. Leikur FH og KA hefst klukkan 18.00 á Kaplakrikavelli og leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 20.00 á Würth vellinum í Árbæ.