Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með tapi upp á 42,1 milljón dala, jafnvirði um 5,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi, á síðasta ári, samkvæmt nýjum ársreikningi álversins. Til samanburðar tapaði álverið 3,3 milljónum dala árið 2017.
Sölutekjur Rio Tinto á Íslandi námu ríflega 555 milljónum dala, sem jafngildir um 69 milljörðum króna, á síðasta ári og jukust um 6,5 prósent frá fyrra ári þegar þær voru 521 milljón dala. Hins vegar jukust rekstrargjöld álversins um tæp 15 prósent í fyrra og voru um 600 milljónir dala, eða um 74 milljarðar króna, á árinu.
Í skýrslu stjórnar er tekið fram að markaðsaðstæður hafi verið mjög krefjandi í fyrra og álverð lágt en hins vegar hafi eftirspurn eftir afurðum álversins reynst góð. Framleiðslumet var sett í kerskálum þegar tæplega 213 þúsund tonn voru framleidd en á móti dróst framleiðsla saman í steypuskála.
Álver Rio Tinto tapaði ríflega fimm milljörðum
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent


Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf