Breiðablik heldur í við Val á toppi Pepsi Max deildar kvenna, bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Breiðablik vann KR í Kópavoginum í kvöld.
Ásdís Karen Halldórsdóttir kom gestunum úr Vesturbænum yfir á Kópavogsvelli strax á sjöttu mínútu leiksins. Eftir hálftíma leik jafnaði Kristín Dís Árnadóttir metin og tveimur mínútum síðar kom Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Blikum yfir.
Mörkin láku inn og á 38. mínútu skoraði Kristín Dís sitt annað mark, Blikar búnar að skora þrjú mörk á átta mínútum.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum í 4-1 á 63. mínútu eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur.
Hlíf Hauksdóttir kom inn fyrir KR á 69. mínútu og á þeirri sjötugustu var hún búin að minnka metin eftir sendingu frá Ingunni Haraldsdóttur. Nær komst KR ekki, lokatölur 4-2.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Blikar áfram með fullt hús
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
