Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Pure Silk-mótinu eftir slakan annan hring en kylfingurinn náði sér ekki á strik í dag.
Ólafía var á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hringinn og þurfti því góðan hring í dag til þess að koma sér í gegnum niðurskurðinn. Það gerðist ekki.
Hún fékk sex skolla í dag á holunum átján en einungis einn fugl svo Ólafía endaði á sjö höggum yfir pari og endar í 131. sætinu.
Það er skammt stórra högga á milli því um næstu helgi spilar Ólafía á einu stærsta móti ársins, US Open.
Ólafía náði sér ekki á strik og er úr leik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn