Björgvin gæti fengið leikbann fyrir rasísk ummæli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. maí 2019 10:00 Björgvin í leik með KR gegn ÍBV. vísir/bára Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í lýsingunni en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019 Ummælin fóru fljótt á flug og Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar.pic.twitter.com/eUZDMkgYWK — Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) May 23, 2019 Knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Þar voru ummæli Björgvins hörmuð en ekkert talað um hvort hann myndi hætta að lýsa fyrir félagið.Stjórn knattspyrnudeildar Hauka harmar ummæli Björgvins@Fotboltinetpic.twitter.com/5qsH39lRKx — Haukar Fótbolti (@FCHaukar) May 23, 2019 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við 433.is í morgun að hún væri nú að skoða málið og safna gögnum um það. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til þess að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem skaða geta ímynd knattspyrnunnar. Þó svo Björgvin hafi ekki brotið af sér í leik með KR er samt hætta á því að hann fái leikbann. Orri Freyr Hjaltalín fékk árið 2004 leikbann hjá Grindavík vegna skrifa sinna á bloggsíðu. Hann lét þá ýmsa aðila heyra það og lýsti einnig vanþóknun sinni á Blönduósi. Fyrir það fékk hann eins leiks bann og varð sá fyrsti í sögunni til þess að fá bann fyrir skrif. Brot Björgvins gæti aftur á móti kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu.16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í lýsingunni en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019 Ummælin fóru fljótt á flug og Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar.pic.twitter.com/eUZDMkgYWK — Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) May 23, 2019 Knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Þar voru ummæli Björgvins hörmuð en ekkert talað um hvort hann myndi hætta að lýsa fyrir félagið.Stjórn knattspyrnudeildar Hauka harmar ummæli Björgvins@Fotboltinetpic.twitter.com/5qsH39lRKx — Haukar Fótbolti (@FCHaukar) May 23, 2019 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við 433.is í morgun að hún væri nú að skoða málið og safna gögnum um það. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til þess að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem skaða geta ímynd knattspyrnunnar. Þó svo Björgvin hafi ekki brotið af sér í leik með KR er samt hætta á því að hann fái leikbann. Orri Freyr Hjaltalín fékk árið 2004 leikbann hjá Grindavík vegna skrifa sinna á bloggsíðu. Hann lét þá ýmsa aðila heyra það og lýsti einnig vanþóknun sinni á Blönduósi. Fyrir það fékk hann eins leiks bann og varð sá fyrsti í sögunni til þess að fá bann fyrir skrif. Brot Björgvins gæti aftur á móti kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu.16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira